Innlent

Hálfur milljarður í rekstrarafgang

Frá opnun starfsmannaþorps Fjarðaáls. Um 1.600 manns munu búa í starfsmannaþorpinu í lok næsta árs og skila sveitarfélaginu drjúgum tekjum.
Frá opnun starfsmannaþorps Fjarðaáls. Um 1.600 manns munu búa í starfsmannaþorpinu í lok næsta árs og skila sveitarfélaginu drjúgum tekjum.

Samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að tekjur umfram gjöld nemi um hálfum milljarði króna. Áætlunin miðast við að íbúar sveitarfélgsins verði um 5.300 í árslok og er þá ekki tekið tillit til íbúafjölgunar samhliða sameiningu Fjarðabyggðar, Austur­byggðar, Mjóafjarðarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps í sumar.

Íbúafjöldinn í sameinuðu sveitar­félagi verður á sjöunda þúsund. Þetta er fyrsta fjárhagsáætlunin þar sem tekjur í tengslum við álverið munu skila sér af krafti. Við erum eðlilega mjög ánægð með það, segir Guðmundur Bjarnastjóri, bæjarstjóri í Fjarðabyggð.

Tekjur Fjarðabyggðar og stofnana sveitarfélagsins eru áætlaðar um 2,5 milljarðar króna á næsta ári, gjöld um tveir milljarðar króna en framkvæmt verður fyrir um 1,3 milljarða króna Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir að íbúum Fjarðabyggðar fjölgi verulega á árinu. Munar þar mestu um íbúa í starfsmannaþorpi Fjarðaáls í Reyðarfirði en íbúar þess verða um 1.600 í árslok.

Tekjur samstæðunnar í heild munu hækka um tæpar 540 milljónir króna en rekstrargjöld hækka um 205 milljónir króna; einkum vegna aukins starfsmannahalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×