Innlent

Hrímþoka á Akureyri

Hrímþoka hefur verið á Akureyri í alla nótt og hefur hrímið meðal annars sest á allar trjágreinar og breitt eins konar flosteppi á jörðina. Stillt veður er í bænum og að sögn sjónarvotta var hann einna líkastur undraveröld í morgunsárið þegar birtan frá jólaljósunum brotnaði í ískristöllum út um allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×