Fleiri fréttir

Greiða 50 þúsund með hverri bók

Ríkið greiðir um fimmtíu þúsund krónur með hverjun eintaki af Sögu stjórnarráðsins. Það er meira en þrefalt hærra verð en kaupendur greiða fyrir bækurnar út úr búð.

Hámarksþyngd farangurs í Ameríkuflugi minnkar

Farþegar á leið til og frá Bandaríkjunum verða framvegis að draga úr þyngd farangurs síns frá því sem áður var samkvæmt nýjum reglum sem þegar hafa tekið gildi. Ákveðið hefur verið að minnka hámarksþyngd hverrar tösku úr 32 kílóum í 23.

Jólafrímerki með ilm af jólum

Íslandspóstur gefur út tvær frímerkjaraðir á morgun, 3. nóvember. Myndefnin á þeirri fyrri er grágæs og stari en í hinni eru jólafrímerkin í ár. Jólafrímerkin eru sérstök að því leyti að þau eru með greni-, epla- og kanelilm.

Ábyrgðarmaður og ritsjtórn ósammála

Vilhjálmur Rafnsson ábyrgðarmaður Læknablaðsins segist ekki ætla að segja af sér ábyrgðarmennsku eins og ritnefnd Læknablaðsins lagði til á fundi síðastliðinn mánudag. Kári Stefánson hefur nú kært Vilhjálm til siðanefndar lækna vegna greinar Jóhanns Tómassonar "Nýi sloppur keisarans" sem birtist í septemberútgáfu Læknablaðsins.

Aðeins þriðjungur félaga tekur þátt

Kauphöll Íslands heldur kynningardag fyrir markaðsaðila í London í næstu viku. Aðeins þriðjungur félaga í kauphöllinni tekur þátt í kynningunni.

Loksins samkomulag um nýtingu kolmunnaaflans

Strandríki Evrópusambandsins, Ísland, Noregur og Færeyjar, náðu loks samkomulagi um nýtingu kolmunnaaflans á Norðaustur-Atlantshafi eftir sjö ára samningaþóf og fjölda funda. Viðræðurnar voru haldnar í Kaupmannahöfn og fá Íslendingar hátt í 18 prósent í sinn hlut.

Verið að efnagreina sprengiefnið

Verið er að efnagreina leifar af sprengiefni úr sprengju sem sprakk undir mannlausum bíl fyrir utan hús í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt með þeim afleiðingum að nærstödd kona meiddist og bíllinn stórskemmdist.

Fyrir dóm í mánaðarlok

Einkamál sem Öryrkjabandalag Íslands höfðar fyrir hönd umbjóðenda sinna gegn íslenska ríkinu vegna meintra vanefnda á samkomulagi frá árinu 2002 verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir lok þessa mánaðar. Málið varðar meintar vanefndir á 500 milljón krónum sem talsmenn öryrkja töldu að hefði vantað upp á til að samkomulag um línulega hækkun lífeyris yrði efnt að fullu á fjárlögum 2004.

Segja starfsmenn 2b ólöglega

Vinnumálastofnun segir í áliti sem sent var Verkalýðsfélagi Akraness að starfsemi starfsmannaleigunnar 2b styðjist ekki við lög og því séu starfsmenn á þeirra vegum hér á landi í óleyfi. Sýslumaðurinn í Borgarnesi rannsakar enn kæru á hendur fyrirtækinu en margt bendir til að á pólskum starfsmönnum 2b sé brotið.

Óvissa um sameiginlegt framboð

Enginn niðurstaða er komin í viðræður Vinstri-grænna, Frjálslyndra og Samfylkingar á Ísafirði um sameiginlegt framboð í bæjarstjórnarkosningunum að ári. Funda á aftur í næstu viku. Samfylkinarmenn á Ísafirði vilja sinn hlut stærri en hinna flokkanna í slíku framboði samkvæmt heimildum fréttastofu.

11 milljarða skuldabréfaútgáfa í vikunni

Gengi krónunnar hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og er það rakið til stóraukinnar útgáfu skuldabréfa sem tryggð eru í íslenskum krónum. Hún nemur orðið ellefu milljörðum króna það sem af er vikunni og samtals á annað hundrað milljörðum.

Dregið af launum fyrir að leggja niður vinnu á kvennafrídaginn

Verslunarmannafélag Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar um að nokkur fyrirtæki í landinu hafi dregið eða ætli að draga af launum þeirra starfsmanna sem lögðu niður vinnu og gengu út klukkan 14.08 á kvennafrídaginn í lok október. Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að þetta verði kannað betur í dag.

Og fjarskipti hefja útrás sína í Færeyjum

Og fjarskipti eignuðust í gær allan hlut í færeyska fjarksiptafyrirtækinu Kall en fyrir viðskiptin áttu Og fjarkskipti rúmlega áttatíu prósent í fyrirtækinu. Kaupin á Kalli eru fyrsta skref útrásar hjá fyrirtækinu.

Beit stykki úr kjamma kindar

Hundur særði kind það alvarlega við Grindavík í gær að aflífa þurfti rolluna en stórt stykki hafði verið bitið úr kjamma dýrsins. Eigandi kindarinnar segir í viðtali við Víkurfréttir að færst hafi í vöxt að hundum sé sleppt lausum í hólf þar sem rollubændur hafa kindur sínar eftir að þær koma af fjalli á haustin.

Meiddist á fæti þegar sprengja sprakk í Skeifunni

Kona sem var á gangi í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt meiddist á fæti þegar öflug sprenging varð undir mannlausum bíl, sem hún var að ganga framhjá, og brot úr sprengjunni þeyttist í hana.

Vill 300 milljónir í hestaíþróttina

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ætlar að leggja til við ríkisstjórnina á næstu vikum eða mánuðum að allt að 300 milljónir króna fari til uppbyggingar hestaíþróttarinnar á landsbyggðinni. Hann vonast til að eitthvað fjármagn fáist strax á næsta ári.

Ritstjórnarmeðlimir hjá Læknablaðinu segja af sér

Fimm af sex ritstjórnarfulltrúum í ritstjórn Læknablaðsins sögðu í gær af sér vegna umdeildrar greinar sem birtist í blaðinu um afleysingarströf Kára Stefánssonar, forstjóra deCode, á taugadeild Landspítalans í sumar.

Vilja álver við Húsavík

Einar Már Sigurðarson og Kristján L. Möller, þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, telja vænlegast að nýtt álver á Norðurlandi rísi við Húsavík, einkum með tilliti til nálægðar við öflug orkusvæði og mikillar samstöðu Húsvíkinga.

Fá lægri ellilífeyris- og örorkubætur

Lífeyris- og örorkuþegar lífeyrissjóða eru sumir hverjir farnir að finna fyrir nýjum reglum um útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða vegna örorku. Reglurnar tóku gildi um síðustu áramót og hafa orðið til þess að bætur sumra hafa lækkað.

Formaður VG vill skýr svör stjórnvalda um fangaflug

Formaður Vinstri grænna spyr stjórnvöld hvort þeim sé kunnugt um að bandaríska leyniþjónustan hafi haft viðdvöl hér á landi með fanga sem hugsanlega sæti pyndingum. Stjórnvöld telja slíkt ósannað en bíða upplýsinga um málið.

Brennslu­bún­að­ur lagfærður

Bilun í katlabúnaði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum.

Kaupþing og Leifsstöð semja

Kaupþing Banki hefur samþykkt að lána Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir stækkun norðurbyggingar flugstöðvarinnar til suðurs og endurgerð annarar hæðar hennar. Lánssamningurinn nemur þrem komma þrem milljörðum króna, og er um að ræða framkvæmdalán sem breytist í langtímalán við lok framkvæmda. Áætlað er að þær taki tvö ár og að heildarkostnaðurinn nemi tæpum 5 milljörðum króna.

Kári kærir Vilhjálm ritstjóra

Kári Stefánson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur kært Vilhjálm Rafnsson, ritstjóra Læknablaðsins til siðanefndar lækna fyrir að leyfa Jóhanni Tómassyni lækni að birta grein í blaðinu. Sagt var í kvöldfréttatíma Ríkisútvarpsins í gærkvöldi að fimm manna ritnefnd Læknablaðsins hafi sagði af sér.

Mest ánægja með störf Geirs Haarde

Ánægja landsmanna með störf utanríkisráðherra og landbúnaðarráðherra hefur aukist mjög á hálfu ári. Dómsmálaráðherra vermir botninn í könnun Gallup.

Ekki með vitund stjórnvalda

"Íslensk stjórnvöld hafa engar upplýsingar um flutninga Bandaríkjamanna á föngum um íslenska lofthelgi, til eða frá áfangastöðum, þar sem þeir kynnu að hafa verið beittir pyndingum," segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.

Íslendingar í fremstu röð

Íslendingar mælast enn í hópi hamingjusömustu þjóða heims samkvæmt nýjum mælingum World Database of Happiness. Danir tróna á toppnum ásamt Svisslendingum og Möltubúum með 8,0 í hamingjueinkunn.

Ekið á rolluhóp í tvígang

Ekið var á fjórar kindur og skömmu síðar á að minnsta kosti átta til viðbótar við bæinn Eyjanes í Hrútafirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að níu rollur drápust og aflífa þurfti þrjár.

Þrír teknir vegna hraðaaksturs

Á meðan að lögregluembætti um allt land hafa sinnt útköllum vegna árekstra sem rekja má til hálku hefur lögreglan á Höfn haft í allt öðru að snúast síðustu daga. Þar hafa á síðustu tveimur dögunum þrír verið teknir fyrir hraðaakstur.

Einn fluttur á slysadeild

Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar eftir áreksturs vörubíls á fólksbíls á gatnamótum Reykjanesbrautar og Arnarnesvegar um hálf átta leytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var smá hálka á brautinni.

Lóðin fer á markaðsverði

Borgarstjóri segir að ekki standi annað til en að Íslandsbanki greiði markaðsverð fyrir lóð Strætós við Kirkjusand. Borgin hefur áhuga á að þar rísi einnig raðhúsabyggð.

Skoðuðu launareikninga í dag

Pólverjar sem komu til starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar 2B fóru í banka á Egilsstöðum til að skoða launareikningana sína í dag. Fulltrúar launþegahreyfinga ræddu við lögmann starfsmannaleigunnar í dag og verður viðræðum haldið áfram á næstu dögum.

Birki fer að vaxa á hálendinu vegna hærra hitastigs

Birki mun fara að vaxa á hálendinu og trjátegundir eins beyki og eik munu dafna víða um land á næstu áratugum, rætist spár um hækkun hitastigs á Íslandi, að mati Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings. Þá mun uppskera aukast og kornrækt styrkjast.

Lögreglan í málið

Lögreglan í Reykjavík telur rétt að skoða hvort efni tímaritsins Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög. Talsmaður Femínistafélagsins segir leitt að útgefandi blaðsins hafi farið þá leið að hafa myndefni blaðsins klámfengið. Ritstjórinn segir um erótík að ræða.

Ljósmyndir vegna vegabréfa teknar hjá sýslumönnum

Ráða þyrfti ljósmyndara við öll sýslumannsembætti landsins, að mati Ljósmyndarafélags Íslands, ætli ríkið að sjá um passamyndatöku í landinu, þar sem ljósmyndun er lögvernduð iðngrein.

Foreldrar í störfum kennara

Foreldrar í Reykjanesbæ gengu í störf kennara í Heiðarskóla í morgun þar sem kennarar mættu ekki til starfa.

Borgarstjórn leggur fram fimm milljónir vegna skjálfta

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfs í þágu fórnarlamba jarðskjálftanna í Pakistan í síðasta mánuði. Tillaga borgarstjóra þar að lútandi var samþykkt samhljóða í borgarstjórn.

Strandaglópar vegna óveðurs

Nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt vegna óveðursins í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Flestir þeirra 130 sem gistu þar aðfararnótt sunnudags gátu komist leiðar sinnar í gær.

Klám?

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um hvort skoðað verði hvort tímaritið Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög þar sem fjallað er um klám. Blaðinu hefur verið breitt og nú er sýnt miklu meira hold heldur en í blaðinu B&B.

Útgáfa fimm ára skuldabréfa

Kommunalbanken (lánasjóður sveitarfélaga í Noregi) gaf í dag út þriggja milljarða skuldabréf til fimm ára. Þetta er í fyrsta skipti sem að erlendur banki gefur út skuldabréf í íslenskum krónum til lengri tíma en þriggja ára.

Þrír Pólverjanna á leið til Reykjavíkur

Þrír af Pólverjunum átján, sem staðið hafa í deilum við starfsmannaleiguna 2B vegna vinnu þeirra við Kárahnjúka, eru á leið til Reykjavíkur og líklega á leið úr landi að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkum.

Lítil svör um kaupin á Sterling

Vilhjálmur Bjarnason, hluthafi í FL Group, fékk lítil svör við spurningum sínum um kaupin á Sterling á hluthafafundi FL Group í dag. Hann ætlar að bera spurningarnar upp aftur og aftur þar til fullnægjandi svör hafa fengist.

Sjá næstu 50 fréttir