Innlent

11 milljarða skuldabréfaútgáfa í vikunni

MYND/E.Ól.

Gengi krónunnar hélt áfram að hækka í morgun eftir mikla hækkun í gær og er það rakið til stóraukinnar útgáfu skuldabréfa sem tryggð eru í íslenskum krónum. Hún nemur orðið ellefu milljörðum króna það sem af er vikunni og samtals á annað hundrað milljörðum. Dollarinn er nú kominn undir 60 krónur og evran í 72 krónur og hefur ekki verið ódýrari síðan í júní árið 2000.

Greiningadeild Íslandsbanka segir að krónan sé orðin stórlega ofmetin. Gengi hennar þurfi að lækka um u.þ.b. fjórðung til að stuðla að jafnvægi í utanríkisviðskiptum landsins. Slík leiðrétting muni þó líklega ekki eiga sér stað fyrr en á síðari hluta næsta árs og á þarnæsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×