Fleiri fréttir

Neyðarlínan synjaði konunni um aðstoð

Það gengur kraftaverki næst að kona skyldi sleppa lifandi þegar tengivagn flatti út bíl hennar í Leirársveit í gærkvöldi. Að sögn móður hennar hafði Neyðarlínan synjað henni um aðstoð áður en óhappið varð.

Ráðherra spurður um fangaflug í íslenskri lofthelgi

Formaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um meint fangaflug CIA um íslenska lofthelgi. Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að séu notaðar til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur.

Tæplega 800 milljóna tap Haga

Tap Haga, dótturfélags Baugs Group, nam sjö hundrað og átta milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er langt undir væntingum stjórnenda. Ástæðuna segja þeir vera harða samkeppni en Hagar reka meðal annars Bónus, Debenhams, Skeljung, Hagkaup, Topshop, Orkuna, 10-11, og Útilíf.

Lífstíll kærir ójafna samkeppnisstöðu

Líkamsræktarstöðin Lífstíll í Reykjanesbæ hefur kært ójafna samkeppnisstöðu einkarekinna líkamsræktarstöðva í bænum til Samkeppniseftirlitsins. Von er á niðurstöðu á næstu dögum.

D-listi fengi hreinan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta, eða 57 prósent atkvæða, ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin fengi fjórðung atkvæða, Vinstri grænir rúmlega 12 prósent, Framsóknarflokkurinn fjögur og Frjálslyndi flokkurinn rúmlega tvö prósent.

CIA virðist oft nota Keflavíkurflugvöll fyrir vélarnar

Svo virðist sem bandaríska leyniþjónustan CIA noti Keflavíkurflugvöll oft sem viðkomustað fyrir svonefndar draugaflugvélar sínar, sem sagt er að notaðar séu til að flytja grunaða hryðjuverkamenn til landa þar sem pyntingar eru leyfðar við yfirheyrslur.

Danskir háskólar þeir bestu á Norðurlöndunum

Danskir háskólar eru þeir bestu á Norðurlöndum þegar kemur að hugvísindum, félagsvísindum og náttúruvísindum. Þetta sýnir könnun hins virta breska menntatímarits The Times Higher Education Supplements, en tímaritið birtir árlega lista yfir 100 bestu háskóla heims.

Rækjuvefurinn skráður í Evrópusamkeppni

Rækjuvefur Grunnskólans á Hólmavík hefur verið skráður í Evrópusamkeppnina Elearning Awards, þar sem besta námsefnið á Netinu er verðlaunað. Rækjuvefurinn hlaut fyrr í haust fyrstu verðlaun í samkeppni um besta sjávarútvegsvefinn.

Lítill fólksflutningabíll valt í Vatnsskarði

Lítill fólksflutningabíll með fimm farþegum um borð valt út af veginum í Vatnsskarði í gærkvöldi en engin meiddist. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og gat hann haldið för sinni áfram.

Hornfirðingar byggja reiðhöll

Reiðhöll verður reist fyrir hestamannafélagið Hornfirðing á landi sem sveitarfélagið Hornafjörður hefur keypt af landbúnaðarráðuneytinu. Vonir standa til að landbúnaðarráðherra styrki framkvæmdina um allt að krónu á móti krónu heimamanna.

Jónatan hættur við að hætta

Jónatan Garðarsson sjónvarpsmaður er hættur við að hætta í Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Hann hafði lýst því yfir í október að hann væri óánægður með hlut menningarefnis í Kastljósinu og að hann myndi hætta nú um mánaðamótin ef ekki yrði úr því bætt.

Þungar áhyggjur af fangafluginu

Íslandsdeild Amnesty International lýsir yfir þungum áhyggjum af því að bandarískar herflugvélar hafi haft viðkomu hér á landi á leið sinni með fanga til landa þar sem pyntingum er beitt við yfirheyrslur. Hér á landi gildi bann við pyntingum og illri meðferð, sem feli einnig í sér algjört bann við að flytja fanga til ríkis þar sem hætta sé á að hann verði pyntaður eða látinn sæta ómannúðlegri meðferð.

Eyðsla fólks í ágúst á við jólamánuð í fyrra

Íslendingar eyddu hærri upphæð í ágúst síðastliðnum en fyrir jólin í fyrra. Eyðsla fyrstu níu mánuði ársins hefur aldrei verið eins mikil og í ár. Reikna má með um fjögurra milljarða króna meiri eyðslu fyrir næstu jól en síðustu.

Fólksbíll valt

Fólksbíll fór út af Ólafsfjarðarvegi við Ársskógsskóla um tvö-leytið í dag. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapi og bíllinn fór út af og valt á hliðina. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Bíllinn er nánast óskemmdur.

Sendibíll valt í Vatnsskarði

Óhapp varð í Vatnsskarði í kvöld þegar sendibíll með fimm farþegum valt út af. Engin slys urðu á fólki. Björgunarsveitir aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og hélt hann svo för sinni áfram.

Slys í Skorholtsbrekku

Slys varð í Skorholtsbrekkunni í Borgarfirðinum í gær þegar dráttarbíll með gámavagn rann út af í vindhviðu og valt ofan á fólksbíl sem hafði fokið út af nokkru áður. Þetta gerðist upp úr sex í gærkvöld. Umferðin stöðvaðist á þessum stað en bílum var beint niður Melasveitaveginn. Veður var vont fram eftir kvöldi í gær.

Gabríela fékk heiðursverðlaun Myndstefs

Gabríela Friðriksdóttir myndlistarmaður fékk í dag heiðursverðlaun Myndstefs. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, en það var forseti Íslands sem afhenti þau.

Neita að fara án launaseðla

Starfsmannaleigan 2B gerði í dag tilraun til þess að senda átján pólska starfsmenn sína úr landi. Starfsmennirnir neita að fara fyrr en þeir fá launaseðla og staðfestingu á vinnu sinni.

Eiga allt sitt undir blóði úr blóðbankanum

Nýburarar á vökudeild og fólk sem berst við krabbamein getur átt sitt undir því að nóg sé til af blóði í Blóðbankanum. Bankinn er að hrinda af stað átaki til blóðsöfununar og segir yfirlæknir bankans nauðsynlegt að heilbrigðisyfirvöld tryggi fjármuni til kynningarstarfs.

Eldur í fjölbýlishúsi í Álftamýri

Verið er að reykræsta í kjallara í fjölbýlishúsi í Álftamýrinni. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kvatt á svæðið eftir að elds varð vart. Ekki er vitað til þess að neinn hafi sakað

Snarvitlaust veður á Norðurlandi í allan dag

Snælduvitlaust veður hefur verið í allan dag á Norðurlandi. Um hundrað og þrjátíu manns þurftu að yfirgefa bíla sína á þjóðveginum milli Laugarbakka í Miðfirði og Blönduóss í gærkvöld. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir fólkið og björgunarsveitir hafa unnið baki brotnu síðan um kvöldmatarleytið í gær.

Meðalhiti á Íslandi mun hækka

Hækkun meðalhita á Íslandi um tvær til þrjár gráður á næstu hundrað árum mun einkum koma fram í fækkun kuldakasta að vetri fremur en hærri sumarhita. Samkvæmt nýjum tölvuútreikningum mun hlýna meira inn til landsins en út við ströndina. Þá mun úrkoma aukast.

Ekkert útboð

Byggingaverktakar undrast að ein verðmætasta lóð Reykjavíkur skuli ekki boðin út. Borgin hefur hafið samningaviðræður við dótturfélag Íslandsbanka um lóð Strætós á Kirkjusandi.

Danskir háskólar þeir bestu á Norðurlöndum

Danskir háskólar eru þeir bestu á Norðurlöndum þegar kemur að hugvísindum, félagsvísindum og náttúruvísindum. Þetta sýnir könnun hins virta breska menntatímarits Times Higher Education Supplements, en tímaritið birtir árlega lista yfir 100 bestu háskóla heims.

Skipar nefnd um hollara mataræði og meiri hreyfingu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi og koma með tillögur að samræmdum aðgerðum til að taka á vandamálum sem tengjast þessu.

Samtök framleiðenda frumlyfja stofnuð

Samtök framleiðenda frumlyfja á Íslandi hafa verið stofnuð. Formaður er Hjörleifur Þórarinsson hjá GlaxoSmithKline. Tilgangur samtakanna er að efla og dýpka umræðu um lyfjamál og gæta hagsmuna framleiðenda frumlyfja á Íslandi og á alþjóðavísu.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið hefur fyrirtækið staðfest lánshæfiseinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum og segir að horfur um lánshæfismat séu stöðugar.

Þörf á blóðgjöfum þar sem þjóðin eldist

Þörf er á fleiri blóðgjöfum hér á landi þar sem íslenska þjóðin er að eldast. Með hækkandi meðalaldri þurfa fleiri á blóði að halda á meðan þeim fækkar hlutfallslega sem staðið geta undir blóðgjöfum. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir hjá Blóðbankanum sem ætlar ásamt Og Vodafone að standa að auglýsingaherferð þar sem fjölga á blóðgjöfum og vekja fólk til umhugsunar um þessa áskorun framtíðarinnar.

Búið að opna þjóðveginn

Búið er að opna þjóðveg eitt milli Laugarbakka og Víðihlíðar. Búið er að losa meirihluta þeirra bíla sem fastir voru á veginum milli Laugarbakka og Víðihlíðar enn eru þó nokkrir bílar fastir en Ragnar Árnason, verkstjóri hjá Vegagerðinni, segir mikla hríð á svæðinu.

Kirkjusókn jókst um 28% milli ára

Kirkjusókn í Reykjavíkurprófastsdæmunum tveimur, vestra og eystra, jókst um tuttugu og átta prósent fyrstu vikuna í október miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Reykjavíkurprófastdæmi eystra. Heildarfjöldi kirkjugesta þessa viku í ár nam rúmum tuttugu og fimm þúsundum.

Ekki trygging fyrir því að dragi úr heimilisofbeldi

Nýjar verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála tóku gildi í síðustu viku. Það eitt og sér er þó engin trygging fyrir því að dragi úr heimilisofbeldi að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfs.

Ekki fuglaflensa á Chios

Talsmenn Evrópuráðsins greindu frá því í morgun að grunur um fuglaflensu á grísku eyjunni Chios hafi ekki átt við rök að styðjast.

Örninn er allur

Örninn sem var fangaður í Súðarvíkurhlíð síðastliðinn föstudag var aflífaður í gær. Örninn var illa vængbrotinn svo ekki þótti annað hægt en að aflífa hann.

Hættir tilraunum til að opna þjóðveginn

Veður hefur versnað á ný í Húnavatnssýslum og eru vegagerðarmenn hættir tilraunum sínum til að opna þjóðveg eitt á norðurleiðinni á milli Laugabakka og Víðihlíðar. Langflestir þeirra rúmlega hundrað, sem björgunarsveitarmenn björguðu úr föstum bílum í gærkvöldi og nótt, eru enn strandaglópar í þéttbýliskjörnum á leiðinni.

Stórhuga hjá Sterling

Stefan Vilner, framkvæmdastjóri Sterling-flugfélagsins í Danmörku, segist fullviss um að innan tíu ára munu að minnsta kosti helmingur Dana nýta sér þjónustu lággjaldaflugfélaga fremur en annarra. Greinilegt er að innan Sterling eru menn stórhuga því í síðustu viku lýsti Hannes Smárason, forstjóri FL Group sem nú á Sterling, því yfir að þar á bæ hyggðust menn fjórfalda verðmæti félagsins á einu ári.

Skeljungur og Essó lækkuðu verð um helgina

Olíufélögin Skeljungur og Essó lækkuðu bensínverð um helgina og er lítrinn á sjálfsafgreiðslustöðvum hjá báðum félögum kominn niður undir 109 krónur. Samkvæmt heimasíðu Olís í morgun hafði engin lækkun orðið þar.

23 teknir fyrir ölvunarakstur

Tuttugu og þrír ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur um helgina, þar af tólf í fyrrinótt. Þetta er óvenju mikið að sögn lögreglu og kann hún ekki skýringu á þessu.

Skólar lokaðir vegna ófærðar

Grunnskólarnir á Hvammstanga og Laugabakka og leikskólinn á Hvammstanga verða lokaðir í dag vegna veðurs og ófærðar.

Konan komin í leitirnar

Kona sem lögreglan í Reykjavík lýsti eftir í fjölmiðlum í gærkvöldi kom í leitirnar skömmu síðar, heil á húfi.

Varð vélarvana undan ströndum Grindavíkur

Vélarbilun varð í 180 tonna togbáti þegar hann var staddur u.þ.b. sex sjómílur út af Grindavík í gærkvöld með nokkurra manna áhöfn. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskipið Oddur V. Gíslason sent til móts við bátinn.

Þrír Svíar létu lífið á Kanaríeyjum

Þrír létu lífið og 22 slösuðust, þar af fimm alvarlega, þegar rúta á vegum sænsku ferðaskrifstofunnar Apollo fór út af vegi og valt á Tenerife, einni af Kanaríeyjunum, í gær. Apollo-ferðaskrifstofan hefur nýhafið sölu hér á landi á ferðum til Kanaríeyja.

Rúmlega 100 manns í hrakningum

Rúmlega hundrað manns í u.þ.b. þrjátíu bílum lentu í hrakningum á þjóðveginum í Vestur-Húnavatnssýslu í gærkvöldi þegar óveður skall þar á eins og hendi væri veifað. Mikil snjókoma fylgdi hvassviðrinu þannig að ekkert skyggni var og fljótlega fór að hlaða í skafla.

Sjá næstu 50 fréttir