Innlent

Ekið á rolluhóp í tvígang

MYND/Vilhelm

Ekið var á fjórar kindur og skömmu síðar á að minnsta kosti átta til viðbótar við bæinn Eyjanes í Hrútafirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að níu rollur drápust og aflífa þurfti þrjár. Ristahlið á heimkeyrslunni að bænum hafði fyllst af snjó og því komust kindurnar út á þjóðveginn. Í fyrra tilvikinu stakk ökumaður af en í því síðara lét ökumaður vita. Hann var á jeppa sem skemmdist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×