Innlent

Brennslu­bún­að­ur lagfærður

Mökkur frá sjúkrahúsinu.  Svartolíukatlar Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hring­braut reykja þegar þeir eru keyrðir upp.
Mökkur frá sjúkrahúsinu. Svartolíukatlar Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hring­braut reykja þegar þeir eru keyrðir upp.

Bilun í katlabúnaði Landspítala-háskólasjúkrahúss við Hringbraut í Reykjavík varð til þess að síðustu daga hefur meira borið á því að svartan reyk legði frá spítalanum.

"Við erum með olíuketil sem keyrður er upp snemma á morgn­ana og varakyndingu, svart­olíu­katla, en frá þeim kemur stund­um svart­ur reykur þegar þeir eru keyrðir upp," segir Aðal­steinn Pálsson, sviðsstjóri bygg­inga­sviðs LSH.

Hann segir brenn­slu­búnað spítalans vera í yfir­ferð og lagfæringu sem ljúki senn. Í há­deginu á mánudag mátti til í smástund sjá nokkrar kol­svartar gusur. Aðalsteinn segir svo óvana­legt orð­ið að reykur sjá­ist í borg­inni að mörgum breg­ði við.

"Þann­ig var það í Foss­voginum fyrir nokk­ru, en þar uppi er rautt ljós fyrir flugvélar sem lýsti í reykinn og fólk hélt að kviknað væri í."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×