Innlent

Fá lægri ellilífeyris- og örorkubætur

Lífeyris- og örorkuþegar lífeyrissjóða eru sumir hverjir farnir að finna fyrir nýjum reglum um útreikninga á skuldbindingum lífeyrissjóða vegna örorku. Reglurnar tóku gildi um síðustu áramót og hafa orðið til þess að bætur sumra hafa lækkað.

Sjóðsfélagar í lífeyrissjóði Suðurlands hafa fengið sent bréf frá sjóðnum þar sem þeim er tilkynnt að réttindin þeirra hjá sjóðnum hafi lækkað um tólf til sextán prósent. En lífeyrisgreiðslur lækka sem um þessu nemur frá og með gærdeginum. Staða lífeyrissjóðsins hefur versnað verulega vegna aukinnar örorku og lengri lífaldurs sjóðsfélaga. Meðalævi Íslendinga hefur verið að lengjast og sem þýðir aukinn kostnað lífeyrissjóða.

Sem dæmi um áhrif lækkunar lífeyrissjóðsgreiðslna má taka einstakling sem er sjötíu og tveggja ára ellilífeyrisþegi. Hann fékk fyrir breytingarnar um tuttugu og sjöþúsund krónur á mánuði en frá og með deginum í gær fær hann aðeins um tuttugu og fjögurþúsund þúsund krónur útborgaðar frá lífeyrissjóðnum. Ellilífeyrisgreiðslur hans lækka um rúmar þrjú þúsund krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×