Innlent

Strandaglópar vegna óveðurs

Nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins í nótt vegna óveðursins í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Flestir þeirra 130 sem gistu þar aðfararnótt sunnudags gátu komist leiðar sinnar í gær. Síðustu strandaglóparnir héldu svo af stað til síns heima í hádeginu í dag. Búið var að fjarlægja alla bíla, sem voru fastir á þjóðveginum á milli Laugarbakka og Blönduóss, um tíuleytið í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×