Innlent

Klám?

Lögreglan í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um hvort skoðað verði hvort tímaritið Bleikt og blátt brjóti í bága við hegningalög þar sem fjallað er um klám. Blaðinu hefur verið breitt og nú er sýnt miklu meira hold heldur en í blaðinu B&B.

Hörður Jóhannesson, yfirmaður í rannsóknardeild lögreglunnar sagðist ekki hafa kynnt sér málið þegar fréttastofa náði tali af honum áðan. Miðað við það sem hann hefði heyrt yrði málið þó líklega skoðað á næstunni og í kjölfarið tekin ákvörðun um hvort rétt þyki að grípa til aðgerða. Hann segir að fyrir fimm árum síðan hafi lögreglan skoðað mál blaðsins og þá komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri um klám að ræða og þar af leiðandi ekki rétt að grípa til aðgerða. Efni blaðsins nú svipar að nokkru til þess sem var áður en því var breytt í B og B, en margir telja þó enn lengra gengið en nokkru sinni áður í hérlendri útgáfu og þá ekki síst í myndbirtingum.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, talsmaður Femínistafélagsins segir að sér finnist leitt að Fróði hafi farið þá leið að breyta blaðinu aftur. Hún segir að femínistafélagið sé ekki í nokkrum vafa um að efni í nýjasta tölublaðinu flokkist undir klám og samkvæmt flestum skilgreiningum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×