Innlent

Lóðin fer á markaðsverði

Borgarstjóri segir að ekki standi annað til en að Íslandsbanki greiði markaðsverð fyrir lóð Strætós við Kirkjusand. Borgin hefur áhuga á að þar rísi einnig raðhúsabyggð.

Íslandsbanki vill eignast lóð Strætó við Kirkjusand til framtíðaruppbyggingar fyrir bankann og félög tengd honum. Aðrir aðilar á byggingamarkaði undrast að borgin stefni að því að selja svo verðmæta lóð án útboðs. Steinnun Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að um sé að ræða stórt fyrirtæki sem vilji starfa áfram á þessu svæði og tekið hafi verið tillit til þess. Ekki standi þó annað til að að Íslandsbanki þurfi að greiða markaðsverð fyrir lóðina. Steinunn segir að til séu margar leiðir til að finna út markaðsverð, en borgaryfirvöld vilji hafa bankann áfram á þessu svæði. Hann verði þó að borga eðlilegt markaðsverð.

Óljóst er hvenær og hvert Strætó muni flytja. Það er hins vegar líklegt að Kirkjusandslóðin verði að hluta nýtt undir íbúðarhús. Steinunn segir að þar verði hugsanlega boðið upp á raðhús á einni hæð með bílskúr. Lóðin verði þróuð í bland sem atvinnu- og íbúðalóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×