Innlent

Skoðuðu launareikninga í dag

Pólverjar sem komu til starfa hér á landi á vegum starfsmannaleigunnar 2B fóru í banka á Egilsstöðum til að skoða launareikningana sína í dag. Fulltrúar launþegahreyfinga ræddu við lögmann starfsmannaleigunnar í dag og verður viðræðum haldið áfram á næstu dögum. Helstu ágreinigsatriði eru ferðakostnaður, vasapeningar og uppihaldskostnaður.

Pólskir starfsmenn á vegum starfsmannaleigunnar 2B á Kárahnjúkum fóru til Egilsstaða í dag til að skoða bankareikninga sína en haldið hefur verið fram að brotið hafi verið á rétti þeirra. Ljóst var að Pólverjarnir fengu greidd laun í dag þó þeir hafi ekki vitað á þeirri stundu hvort þeir hafi fengið greitt eins og kjarasamningar kveða á um. Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkum, segir að Pólverjarnir séu að skoða launaseðlana og þeir hafi skiljanlega áhyggjur af því hvort þeir séu réttir

Flestir Pólverjann a stefna að því að halda áfram að starfa á Íslandi þó fyrir annað fyrirtæki en 2B og hefur mörgum þeirra verið boðin vinna. Þrír af átján fóru til Reykjavíkur í dag en þeir eru á leið úr landi.

Framkvæmdastjóri Samiðnar og lögmaður ASÍ ræddu við Svein Andra Sveinsson, lögmann starfsmannaleigunnar nú síðdegis um málið. Sveinn Andri segir fundinn hafa verið gagnlegan og segir ánægjulegt að þeir sem að málinu koma hafi ákveðið að ræða saman af skynsemi. Hann er bjartsýnn á að farsæl lausn finnist. Helstu ágreiningsefni eru kostnaðarliðir eins og ferðakostnaður og uppihald mannanna í Reykjavík áður en þeir fóru til Kárahnjúka. Þá er líka ágreiningur um vasapeninga og tóbak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×