Innlent

CIA felur meinta hryðjuverkamenn í fangelsum fyrrverandi Sovétlýðvelda

Herflugvél á velli Varnarliðsins á Miðnesheiði.
Herflugvél á velli Varnarliðsins á Miðnesheiði.

Bandaríska leyniþjónustan CIA felur meinta hryðjuverkamenn í leynilegum fangelsum í fyrrverandi Sovétlýðveldum, að sögn Washington Post í dag. Ein flugvél, sem talið er að CIA noti til fangaflutninga, fór frá Reykjavík til Búdapest í Ungverjalandi í síðasta mánuði.

Samkvæmt Washington Post hvílir mikil leynd yfir tilveru þessara svörtu staða, eins og þer eru nefndir, og vita aðeins fáeinir æðstu embættismenn í Bandríkjunum og í viðkomandi löndum um staðsetningu þeirra og starfsemi innan veggja þar. Blaðið virðist hafa nöfn viðkomandi landa undir höndum en birtir þau ekki að kröfu háttsettra bandarískra embættismanna.

Eins og fram er komið hafa þónokkrar flugvélar, sem í Danmörku er talið að annist fangaflutninga fyrir CIA, haft viðkomu hér á landi síðustu misseri. Nokkrar þeirra hafa verið áleið til Austur-Evrópu eða verið á leið þaðan. Þessar ferðir þeirra hafa því ekki vakið sérstaka athygli eða grunsemdir þar sem ekki var vitað um þessa starfsemi í Austur-Evrópu fyrr en nú.

Eins og fram kom í gær hafa íslensk stjórnvöld enga vitneskju um fangaflutninga um íslenska lofthelgi eða flugvelli, en málið verður nú kannað, því þau eru andvíg slíku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×