Innlent

Þrír Pólverjanna á leið til Reykjavíkur

Frá Kárahnjúkum.
Frá Kárahnjúkum. MYND/GVA

Þrír af Pólverjunum átján, sem staðið hafa í deilum við starfsmannaleiguna 2B vegna vinnu þeirra við Kárahnjúka, eru á leið til Reykjavíkur og líklega á leið úr landi að sögn Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns á Kárahnjúkum. Starfsmannaleigan hugðist senda þá alla úr landi í gær en þeir neituðu að fara fyrr end þeir hefðu fengið að sjá launaseðla sína hjá starfsmannaleigunni.

Að sögn Odds komu Pólverjarnir átján til Egilsstaða fyrir hádegi í morgun til þess að að kanna innlögn á launareikninga í Landsbankanum sína en þeir hafa ekki enn fengið að sjá launaseðla sína.

Pólverjarnir fimmtán sem ekki héldu suður hafa snúið aftur til Kárahnjúka þar sem Suðurverk hafði boðist til að skjóta yfir þá skjólshúsi á meðan unnið er að málum þeirra. Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar kemst næst stendur nú yfir fundur hjá lögmanni starfsmannaleigunnar SB og Samiðn þar sem reynt verður að leysa málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×