Innlent

Meiddist á fæti þegar sprengja sprakk í Skeifunni

Kona sem var á gangi í Skeifunni í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt meiddist á fæti þegar öflug sprenging varð undir mannlausum bíl, sem hún var að ganga framhjá, og brot úr sprengjunni þeyttist í hana. Hún var flutt á slysadeild til aðhlynningar. Sprengjusérfræðingar sérsveitar Ríkislögreglustjórans og menn frá tæknideild Lögreglunnar í Reykjavík voru kallaðir á vettvang en ekkert liggur fyrir um málsatvik nema hvað bíllinn er stór skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×