Innlent

Foreldrar í störfum kennara

Foreldrar í Reykjanesbæ gengu í störf kennara í Heiðarskóla í morgun þar sem kennarar mættu ekki til starfa.

Í morgun gekk stór hópur foreldra barna í Heiðarskóla í Reykjanesbæ í störf kennara fyrstu tvær kennnslustundir dagsins. Kom þetta til vegna vetrarleyfis nemenda og starfsfólk skólans en það hafði brugðið sér úr landi til að kynna sér nýjungar í skólastarfi vestanhafs. Þau lentu á Keflavíkurflugvelli um svipað leyti og kennsla átti að hefjast í skólanum í morgun.

Skólastjórnendur og foreldrafélög skólans leituðu til foreldra um að brúa þetta bil og tóku flestir vel í það. Foreldrar voru ánægðir með daginn og fá að fá að leggja þessu lið. Nemendur voru einnig sáttir við daginn en sögðu kennsluna þó öðruvísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×