Innlent

Hámarksþyngd farangurs í Ameríkuflugi minnkar

Farþegar á leið til og frá Bandaríkjunum verða framvegis að draga úr þyngd farangurs síns frá því sem áður var samkvæmt nýjum reglum sem þegar hafa tekið gildi. Ákveðið hefur verið að minnka hámarksþyngd hverrar tösku úr 32 kílóum í 23. Hver farþegi má þó áfram taka með sér tvær töskur og þá gildir takmörkunin ekki fyrir farþega á Saga Class sem áfram mega vera með 64 kílóa farangur í tveimur töskum. Stærð farangursins helst óbreytt, en hún má ekki fara yfir 158 sentímetra á lengd, breidd eða hæð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×