Fleiri fréttir Afgreiðsla ályktana að hefjast Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. 26.2.2005 00:01 Ekki ljóst hverjum var sagt upp Rúnar Freyr Gíslason, formaður Félags íslenskra leikara og fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, segir það að sjálfsögðu erfitt fyrir formann félags að heyra að tæplega einum þriðja hluta fastráðinna starfsmanna hafi verið sagt upp samningi við Þjóðleikhúsið. Það liggur enn ekki alveg fyrir hverjum nákvæmlega hafi verið sagt upp. 26.2.2005 00:01 Þrjú útköll hjá TF-LÍF Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrisvar verið kölluð út frá því í gærkvöld vegna útafaksturs, handleggsbrots á sjó og báts sem tekið hafði niður. 26.2.2005 00:01 Opið í Bláfjöllum og Skálafelli Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Veður á báðum stöðum er gott en skíðafæri frekar hart, enda unnið harðfenni. 26.2.2005 00:01 Harður ágreiningur á flokksþinginu Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun. 26.2.2005 00:01 Fara til Japans á morgun Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. 26.2.2005 00:01 Næstum því mjólkurlaust í Eyjum Litlu munaði að mjólkurlaust yrði í Vestmannaeyjum um helgina. Þegar afferma átti gám frá Eimskipum, fullan af mjólkurvörum, í gærdag runnu 40 fullhlaðnir mjólkurvagnar af stað og enduðu á steinsteyptri götunni með þeim afleiðingum að mjólkin flaut út um allt. 26.2.2005 00:01 Haldið sofandi í öndunarvél Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. 26.2.2005 00:01 Hörð átök um Evrópustefnuna Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 26.2.2005 00:01 Vilja undirbúa aðildarviðræður Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b /> 26.2.2005 00:01 Norðmenn fylgjast með flokksþingi Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b /> 26.2.2005 00:01 Magnús fékk bjartsýnisverðlaunin Magnús Scheving var sæmdur bjartsýnisverðlaunum Framsóknarflokksins á þingi flokksins í gær. 26.2.2005 00:01 Íslensk lög á útlensku Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Íslensk málnefnd varar alvarlega við lagabreytingunni. 26.2.2005 00:01 Frá leiksigri til uppsagnar Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. 26.2.2005 00:01 Fjöltækniskóli Íslands stofnaður Stýrimannaskólinn og Vélskólinn eru ekki lengur til. Nú heita þeir Fjöltækniskóli Íslands og eru ekki lengur ríkisskóli heldur einkaskóli. 26.2.2005 00:01 Enginn þroskaþjálfi á Sólheimum Enginn þroskaþjálfi starfar við Sólheima á Grímsnesi þrátt fyrir athugasemdir um skort á faglegri þjálfun vistmanna. Formaður þroskaþjálfafélagsins segir hugmyndir forráðamanna Sólheima ekki samræmast nútíma hugmyndum um þátttöku fatlaðra í samfélaginu. 26.2.2005 00:01 Stærsta árshátíð landsins Ofboðslega mikið af mat og drykk er í boði í kvöld á stærstu árshátíð landsins. Hartnær 2000 starfsmenn Íslandsbanka og Sjóvár koma saman til að sletta ærlega úr klaufunum. Þegar svona hersveit kemur saman dugir ekkert minna en Egilshöllin. 26.2.2005 00:01 Öryrkjar heyri undir félagsmál Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Nýju framsóknarfélögin fá aðild Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag. 25.2.2005 00:01 Yfirtökutilboði Baugs hafnað Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því. 25.2.2005 00:01 71% andvígt sölu grunnnetsins Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að selja grunnnet Símans með honum þegar þar að kemur, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Og Vodafone. 25.2.2005 00:01 Vinnuslys við Reykjanesvirkjun Starfsmaður við Reykjanesvirkjun slasaðist þegar hann féll ofan af vinnupalli um klukkan sex í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Keflavík og kom þar í ljós að hann hafði meðal annars farið úr axlarlið. 25.2.2005 00:01 Hrina fíkniefnamála á Akureyri Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið. 25.2.2005 00:01 Formannskjör ekki útilokað Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Frumsýningargestir í grjótið? Frumsýningargestir á leikritið<em> Grjótharðir</em>, sem fjallar um lífið í fangelsi og frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, stefna nú sjálfir lóðrétt í grjótið ef þeir greiða ekki stöðusektir sem hengdar voru á fjölda bíla við Lindargötuna og Ingólfsstræti eftir að sýningin hófst. 25.2.2005 00:01 Fasteignaverð hækkar um 20% Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu mun hækka um 20% á þessu ári samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Í spánni kemur jafnframt fram að lóðaverð hefur hækkað um 80% frá árinu 1994 og má rekja 55% af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu ár til þess. 45% má rekja til hækkunar byggingarkostnaðar. 25.2.2005 00:01 Ólöglegar uppsagnir Varnarliðsins Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að Varnarliðið standi ólöglega að uppsögnum slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með full réttindi. Félagið ætlar að leita réttar síns að sögn Vernharðs Guðnasonar, formanns félagsins. 25.2.2005 00:01 Samningstilboðið skref aftur á bak Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið. 25.2.2005 00:01 Endurunnið fyrir 720 milljónir Íslendingar eru flestum þjóðum duglegri að skila drykkjarumbúðum í endurvinnslu. 80 milljón einingar bárust Endurvinnslunni á síðasta ári. Fyrir stykkið fást níu krónur. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Ekki alsæll með nýja nafnið Guðjón Ármann Eyjólfsson, sem var skólastjóri Stýrimannaskólans og Vélskólans í rúm tuttugu ár, er ekki nema rétt mátulega ánægður með hið nýja nafn skólanna, sem er Fjöltækniskóli Íslands. 25.2.2005 00:01 Ekki á flokksþingi Framsóknar Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær. 25.2.2005 00:01 Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. 25.2.2005 00:01 Klára skuldir vegna Tímans Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. 25.2.2005 00:01 BÍ styður íþróttafréttamenn Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið. 25.2.2005 00:01 Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd. 25.2.2005 00:01 Ekki aðildarviðræður að ESB Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík. 25.2.2005 00:01 80% launa dregin af kennurum Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti. 25.2.2005 00:01 Læknar upplýsi um boðsferðirnar Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslenska lækna að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að hún hafi undir höndum upplýsingar um að alvanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hópferðir íslenskra lækna og sjái hann um að greiða allan kostnað fyrir læknana 25.2.2005 00:01 Ók á hús og ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá. 25.2.2005 00:01 Sögulegt tækifæri Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur. 25.2.2005 00:01 Verða að gera ráðningarsamning Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. 25.2.2005 00:01 Gengið fram af hörku Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b /> 25.2.2005 00:01 Varanleg kjaraskerðing? Kjör verkamanna og sérhæfðra starfsmanna í byggingavinnu á höfuðborgarsvæðinu hafa rýrnað vegna innflutnings á ódýru erlendu vinnuafli sem starfar hér svart eða í trássi við reglur. Verkalýðshreyfingin telur hættu á að þróunin leiði til varanlegrar skerðingar á launum og starfskjörum. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Þungatakmarkanir víða Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga. 25.2.2005 00:01 Hörð gagnrýni frá kennurum Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi. 25.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Afgreiðsla ályktana að hefjast Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. 26.2.2005 00:01
Ekki ljóst hverjum var sagt upp Rúnar Freyr Gíslason, formaður Félags íslenskra leikara og fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, segir það að sjálfsögðu erfitt fyrir formann félags að heyra að tæplega einum þriðja hluta fastráðinna starfsmanna hafi verið sagt upp samningi við Þjóðleikhúsið. Það liggur enn ekki alveg fyrir hverjum nákvæmlega hafi verið sagt upp. 26.2.2005 00:01
Þrjú útköll hjá TF-LÍF Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrisvar verið kölluð út frá því í gærkvöld vegna útafaksturs, handleggsbrots á sjó og báts sem tekið hafði niður. 26.2.2005 00:01
Opið í Bláfjöllum og Skálafelli Opið er í Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Veður á báðum stöðum er gott en skíðafæri frekar hart, enda unnið harðfenni. 26.2.2005 00:01
Harður ágreiningur á flokksþinginu Harður ágreiningur er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem nú stendur yfir á Nordica-hótelinu í Reykjavík. Formaður og varaformaður flokksins eru ekki sammála um hvaða leið skuli fara og nú er unnið að því að finna málamiðlun. 26.2.2005 00:01
Fara til Japans á morgun Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. 26.2.2005 00:01
Næstum því mjólkurlaust í Eyjum Litlu munaði að mjólkurlaust yrði í Vestmannaeyjum um helgina. Þegar afferma átti gám frá Eimskipum, fullan af mjólkurvörum, í gærdag runnu 40 fullhlaðnir mjólkurvagnar af stað og enduðu á steinsteyptri götunni með þeim afleiðingum að mjólkin flaut út um allt. 26.2.2005 00:01
Haldið sofandi í öndunarvél Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. 26.2.2005 00:01
Hörð átök um Evrópustefnuna Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. 26.2.2005 00:01
Vilja undirbúa aðildarviðræður Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b /> 26.2.2005 00:01
Norðmenn fylgjast með flokksþingi Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b /> 26.2.2005 00:01
Magnús fékk bjartsýnisverðlaunin Magnús Scheving var sæmdur bjartsýnisverðlaunum Framsóknarflokksins á þingi flokksins í gær. 26.2.2005 00:01
Íslensk lög á útlensku Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Íslensk málnefnd varar alvarlega við lagabreytingunni. 26.2.2005 00:01
Frá leiksigri til uppsagnar Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu. 26.2.2005 00:01
Fjöltækniskóli Íslands stofnaður Stýrimannaskólinn og Vélskólinn eru ekki lengur til. Nú heita þeir Fjöltækniskóli Íslands og eru ekki lengur ríkisskóli heldur einkaskóli. 26.2.2005 00:01
Enginn þroskaþjálfi á Sólheimum Enginn þroskaþjálfi starfar við Sólheima á Grímsnesi þrátt fyrir athugasemdir um skort á faglegri þjálfun vistmanna. Formaður þroskaþjálfafélagsins segir hugmyndir forráðamanna Sólheima ekki samræmast nútíma hugmyndum um þátttöku fatlaðra í samfélaginu. 26.2.2005 00:01
Stærsta árshátíð landsins Ofboðslega mikið af mat og drykk er í boði í kvöld á stærstu árshátíð landsins. Hartnær 2000 starfsmenn Íslandsbanka og Sjóvár koma saman til að sletta ærlega úr klaufunum. Þegar svona hersveit kemur saman dugir ekkert minna en Egilshöllin. 26.2.2005 00:01
Öryrkjar heyri undir félagsmál Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Nýju framsóknarfélögin fá aðild Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag. 25.2.2005 00:01
Yfirtökutilboði Baugs hafnað Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því. 25.2.2005 00:01
71% andvígt sölu grunnnetsins Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að selja grunnnet Símans með honum þegar þar að kemur, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Og Vodafone. 25.2.2005 00:01
Vinnuslys við Reykjanesvirkjun Starfsmaður við Reykjanesvirkjun slasaðist þegar hann féll ofan af vinnupalli um klukkan sex í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Keflavík og kom þar í ljós að hann hafði meðal annars farið úr axlarlið. 25.2.2005 00:01
Hrina fíkniefnamála á Akureyri Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið. 25.2.2005 00:01
Formannskjör ekki útilokað Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Frumsýningargestir í grjótið? Frumsýningargestir á leikritið<em> Grjótharðir</em>, sem fjallar um lífið í fangelsi og frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, stefna nú sjálfir lóðrétt í grjótið ef þeir greiða ekki stöðusektir sem hengdar voru á fjölda bíla við Lindargötuna og Ingólfsstræti eftir að sýningin hófst. 25.2.2005 00:01
Fasteignaverð hækkar um 20% Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu mun hækka um 20% á þessu ári samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Í spánni kemur jafnframt fram að lóðaverð hefur hækkað um 80% frá árinu 1994 og má rekja 55% af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu ár til þess. 45% má rekja til hækkunar byggingarkostnaðar. 25.2.2005 00:01
Ólöglegar uppsagnir Varnarliðsins Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að Varnarliðið standi ólöglega að uppsögnum slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með full réttindi. Félagið ætlar að leita réttar síns að sögn Vernharðs Guðnasonar, formanns félagsins. 25.2.2005 00:01
Samningstilboðið skref aftur á bak Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið. 25.2.2005 00:01
Endurunnið fyrir 720 milljónir Íslendingar eru flestum þjóðum duglegri að skila drykkjarumbúðum í endurvinnslu. 80 milljón einingar bárust Endurvinnslunni á síðasta ári. Fyrir stykkið fást níu krónur. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Ekki alsæll með nýja nafnið Guðjón Ármann Eyjólfsson, sem var skólastjóri Stýrimannaskólans og Vélskólans í rúm tuttugu ár, er ekki nema rétt mátulega ánægður með hið nýja nafn skólanna, sem er Fjöltækniskóli Íslands. 25.2.2005 00:01
Ekki á flokksþingi Framsóknar Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær. 25.2.2005 00:01
Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. 25.2.2005 00:01
Klára skuldir vegna Tímans Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun. 25.2.2005 00:01
BÍ styður íþróttafréttamenn Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið. 25.2.2005 00:01
Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd. 25.2.2005 00:01
Ekki aðildarviðræður að ESB Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík. 25.2.2005 00:01
80% launa dregin af kennurum Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti. 25.2.2005 00:01
Læknar upplýsi um boðsferðirnar Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslenska lækna að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að hún hafi undir höndum upplýsingar um að alvanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hópferðir íslenskra lækna og sjái hann um að greiða allan kostnað fyrir læknana 25.2.2005 00:01
Ók á hús og ljósastaur Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá. 25.2.2005 00:01
Sögulegt tækifæri Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur. 25.2.2005 00:01
Verða að gera ráðningarsamning Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. 25.2.2005 00:01
Gengið fram af hörku Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b /> 25.2.2005 00:01
Varanleg kjaraskerðing? Kjör verkamanna og sérhæfðra starfsmanna í byggingavinnu á höfuðborgarsvæðinu hafa rýrnað vegna innflutnings á ódýru erlendu vinnuafli sem starfar hér svart eða í trássi við reglur. Verkalýðshreyfingin telur hættu á að þróunin leiði til varanlegrar skerðingar á launum og starfskjörum. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Þungatakmarkanir víða Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga. 25.2.2005 00:01
Hörð gagnrýni frá kennurum Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi. 25.2.2005 00:01