Fleiri fréttir Ekki aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. 25.2.2005 00:01 Verðbólgan má ekki vera nein Til að rauðu strikin í kjarasamningum verði ekki virk næsta haust þyrfti verðbólga að vera engin fram að þeim tíma. Verðbólgan er nú tveimur prósentum yfir rauðu strikunum og spáð er að fasteignaverð á Reykjavíkursvæðinu hækki um fimmtung á næsta ári. 25.2.2005 00:01 Opnar ótal möguleika Flugleiðir undirrituðu kaupsamning við Boeing um kaup á tveimur Boeing 787 flugvélum og kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Vélarnar verða afhentar árið 2010 og eru mun langfleygari en aðrar vélar í flota Flugleiða. </font /></b /> 25.2.2005 00:01 Fimmtán milljónir í sekt Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða rúmlega fimmtán milljónir króna í sektir. Maðurinn er dæmdur fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti upp á rúmlega fjóra og hálfa milljón króna og tekjuskatti upp á rúmlega þrjár milljónir. 25.2.2005 00:01 Keyrði á hús og ljósastaur <font face="Helv"></font> Bílstjóri og þrír farþegar sluppu ómeiddir eftir að bílstjórinn keyrði á hús og ljósastaur á Ísafirði á þriðja tímanum í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var bílnum ekið í vestur eftir Fjarðarstræti þegar bílstjórinn, sem er á átjánda aldursári, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði fyrst á íbúðarhús og lenti svo á ljósastaur. 25.2.2005 00:01 Nítján sagt upp hjá varnarliðinu Nítján starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa verið sendar uppsagnir sem taka gildi 1. mars næstkomandi. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir ákveðinn grun vera um að þarna sé óeðlilega staðið að vali á einstaklingum við uppsagnir. 25.2.2005 00:01 Tíu leikurum sagt upp Tíu fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið hefur verið sagt upp störfum. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir þetta stefnuyfirlýsingu um breytt ráðningarkjör leikara við Þjóðleikhúsið. 25.2.2005 00:01 Neysla einstæðra milljón umfram te Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b /> 24.2.2005 00:01 Játar aðild að lyfjaráni Ungur maður hefur játað aðild að ráninu í Árbæjarapóteki á laugardag þar sem tveir grímuklæddir menn rændu lyfjum. Lögreglan í Reykjavík handtók í gær mann grunaðan um aðild að ráninu og játaði hann við yfirheyrslur í gærkvöldi. Hinn maðurinn er ófundinn en lögregla veit hver hann er. Hins vegar eru sjoppuræningjarnir sem frömdu rán í Kópavogi og Reykjavík í fyrrakvöld enn ófundnir. 24.2.2005 00:01 Talinn vera með falsað vegabréf Rúmlega þrítugur útlendingur sem kom til landsins með síðustu ferð Norrænu er grunaður um að vera með falsað vegabréf. Hann var fluttur til Reykjavíkur í gær til yfirheyrslu. Maðurinn hefur óskað eftir pólitísku hæli hér á landi en við athugun er komið í ljós að hann hefur líka óskað eftir því í Bretlandi. Óljóst er hver málalok verða hér á landi. 24.2.2005 00:01 Fékk bónusvinning óskiptan Íslendingur fékk bónusvinninginn í Víkingalottóinu óskiptan í gærkvöldi, en hann er 22 milljónir króna. Miðinn var seldur í söluturni í Keflavík. Aðalvinningurinn upp á rúmar 46 milljónir rann hins vegar óskiptur til Svía. 24.2.2005 00:01 Má leggja 20% ofan á meðalverð Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. 24.2.2005 00:01 Getur aftur sprangað um bryggjuna Eskfirðingurinn, sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá á dögunum að væri óhress með að geta ekki lengur sprangað óhindrað um bryggjurnar vegna girðingar gegn hryðjuverkamönnum, getur nú andað léttar. 24.2.2005 00:01 Síminn gefur Fjarskiptasafnið Síminn hefur ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt við Suðurgötu, bæði húsið sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og alla munina sem þar eru sýndir. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Símanum. 24.2.2005 00:01 Fékk bætur fyrir gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í morgun til að greiða karlmanni á fertugsaldri 500 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmætt gæsluvarðhald sem hann sat í. 24.2.2005 00:01 Námsmenn líða fyrir gengistap Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. 24.2.2005 00:01 Álagningin vegna prentkostnaðar Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samkomulag við lyfjainnflytjendur um að þeir megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja eins og það er í Noregi og Svíþjóð vegna prentkostnaðar við leiðbeiningar á íslensku ef lyfin eru seld hér á landi. 24.2.2005 00:01 Vilja kanna varðveislugildi húsa Húsafriðunarnefnd og þjóðminjavörður mælast til þess að varðveislugildi þeirra húsa, sem jafnvel stendur til að rífa við Laugaveginn, verði kannað. Jafnframt að kannaðir verði nánar möguleikar á framtíðarnýtingu þeirra í tengslum við nýja uppbyggingu á sömu reitum. 24.2.2005 00:01 Vill aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. 24.2.2005 00:01 Fékk þrjú ár fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Árna Geir Norðdahl Eyþórsson í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, en hann var sakfelldur fyrir að flytja til landsins rúmlega 800 grömm af hassi og 236 grömm af kókaíni. Árni Geir var á skilorði sem hann rauf með þessu broti og var ekki talið tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. 24.2.2005 00:01 Fá orður rússnesku kirkjunnar Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. 24.2.2005 00:01 Dæmdir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi. 24.2.2005 00:01 Mesta magn LSD sem fundist hefur "Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík. 24.2.2005 00:01 Breikkun ekki á döfinni Breikkun þjóðvegarins alla leið milli Reykjavíkur og Selfoss sem ýmsir telja jafn brýnt samgöngumál og frekari breikkun Reykjanesbrautar er ekki á dagskrá og ekki gert ráð fyrir frekari framkvæmdum á þessari leið næstu þrjú árin. 24.2.2005 00:01 Færri tækifæri fyrir konur Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær. 24.2.2005 00:01 Heimsminjanefnd Íslands stofnuð Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. 24.2.2005 00:01 Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd er óbreytt, að sögn formanns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldi frá árinu 1968. </font /></b /> 24.2.2005 00:01 Hafi samband við lögregluna Árni Magnússon félagsmálaráðherra heitir á alla sem geta bent á dæmi um ráðningar fyrirtækja á ólöglegum erlendum starfsmönnum að setja sig í samband við lögregluna. 24.2.2005 00:01 Nýr stjórnarformaður Baugs Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font /> 24.2.2005 00:01 Alvarleg undirboð á vinnumarkaði Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustusamninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. 250-300 starfsmenn eru á svörtum markaði. </font /></b /> 24.2.2005 00:01 Fundaði með Nóbelsverðlaunahafa Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra átti í gær fund með dr. Wangari Maathai, aðstoðarráðherra umhverfis- og auðlindamála í Kenýa, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004 fyrir störf sín að friðar- og umhverfismálum. 24.2.2005 00:01 KÍ skoðar enn að kæra ríkið Kennarasamband Íslands hefur ekki kært lagasetningu á verkfall grunnskólakennara til Mannréttindadómstóls Evrópu. Stefnt hefur verið að því frá því að kennarar sömdu við sveitarfélögin. 24.2.2005 00:01 Tíu stúlkubörn á leið frá Kína Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. 24.2.2005 00:01 Kaupa þjónustu Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. 24.2.2005 00:01 Mikil ánægja með íslenskt Ríflega sextíu prósent neytenda gefa íslenskri mat- og drykkjarvöru hæstu einkunn í viðhorfskönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. 24.2.2005 00:01 Ályktunardrög fara víða Drög fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um að hefja beri aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili hafa farið víða. Erlendar fréttastofur hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og spurst fyrir um þessi sinnaskipti íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum. 24.2.2005 00:01 Þjónusta bætt við Leifsstöð Leigubílstjórar geta frá og með fyrsta október næstkomandi ekið með farþega bæði til og frá Leifsstöð en það hefur hingað til verið óleyfilegt þar sem um tvö aksturssvæði hefur verið um að ræða. 24.2.2005 00:01 Auga fyrir góð málefni Sjóðurinn Auga var stofnaður á Kjarvalsstöðum. Sjóðnum er ætlað að styðja góð málefni í samfélaginu með afli auglýsinga. 24.2.2005 00:01 Enginn grunaður vegna íkveikju Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. 24.2.2005 00:01 Ríkissaksóknari kominn með málið Lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á orsökum brunans sem varð í einbýlishúsi á Sauðárkróki í byrjun desember. Maður um tvítugt lést í brunanum. 24.2.2005 00:01 Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. 24.2.2005 00:01 Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. 24.2.2005 00:01 Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. 24.2.2005 00:01 Fjöltækniskóli Íslands Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. 24.2.2005 00:01 Menningarverðlaun DV afhent Gamlir sykurmolar voru áberandi við afhendingu menningarverðlauna DV undir kvöld. Björk hlaut þar verðlaun fyrir tónlist. Kvikmyndaverðlaunin féllu Berki Gunnarssyni í skaut og Íslenski dansflokkurinn skaraði fram úr í leiklistarflokki. Bragi Ólafsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaunin í ár. 24.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður við Evrópusambandið eru hvorki tímabærar né skynsamlegar á þessu kjörtímabili. Þetta sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á flokksþingi Framsóknarflokksins, sem hófst í dag. 25.2.2005 00:01
Verðbólgan má ekki vera nein Til að rauðu strikin í kjarasamningum verði ekki virk næsta haust þyrfti verðbólga að vera engin fram að þeim tíma. Verðbólgan er nú tveimur prósentum yfir rauðu strikunum og spáð er að fasteignaverð á Reykjavíkursvæðinu hækki um fimmtung á næsta ári. 25.2.2005 00:01
Opnar ótal möguleika Flugleiðir undirrituðu kaupsamning við Boeing um kaup á tveimur Boeing 787 flugvélum og kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Vélarnar verða afhentar árið 2010 og eru mun langfleygari en aðrar vélar í flota Flugleiða. </font /></b /> 25.2.2005 00:01
Fimmtán milljónir í sekt Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan karlmann í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og til að greiða rúmlega fimmtán milljónir króna í sektir. Maðurinn er dæmdur fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti upp á rúmlega fjóra og hálfa milljón króna og tekjuskatti upp á rúmlega þrjár milljónir. 25.2.2005 00:01
Keyrði á hús og ljósastaur <font face="Helv"></font> Bílstjóri og þrír farþegar sluppu ómeiddir eftir að bílstjórinn keyrði á hús og ljósastaur á Ísafirði á þriðja tímanum í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var bílnum ekið í vestur eftir Fjarðarstræti þegar bílstjórinn, sem er á átjánda aldursári, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði fyrst á íbúðarhús og lenti svo á ljósastaur. 25.2.2005 00:01
Nítján sagt upp hjá varnarliðinu Nítján starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa verið sendar uppsagnir sem taka gildi 1. mars næstkomandi. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir ákveðinn grun vera um að þarna sé óeðlilega staðið að vali á einstaklingum við uppsagnir. 25.2.2005 00:01
Tíu leikurum sagt upp Tíu fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið hefur verið sagt upp störfum. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir þetta stefnuyfirlýsingu um breytt ráðningarkjör leikara við Þjóðleikhúsið. 25.2.2005 00:01
Neysla einstæðra milljón umfram te Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b /> 24.2.2005 00:01
Játar aðild að lyfjaráni Ungur maður hefur játað aðild að ráninu í Árbæjarapóteki á laugardag þar sem tveir grímuklæddir menn rændu lyfjum. Lögreglan í Reykjavík handtók í gær mann grunaðan um aðild að ráninu og játaði hann við yfirheyrslur í gærkvöldi. Hinn maðurinn er ófundinn en lögregla veit hver hann er. Hins vegar eru sjoppuræningjarnir sem frömdu rán í Kópavogi og Reykjavík í fyrrakvöld enn ófundnir. 24.2.2005 00:01
Talinn vera með falsað vegabréf Rúmlega þrítugur útlendingur sem kom til landsins með síðustu ferð Norrænu er grunaður um að vera með falsað vegabréf. Hann var fluttur til Reykjavíkur í gær til yfirheyrslu. Maðurinn hefur óskað eftir pólitísku hæli hér á landi en við athugun er komið í ljós að hann hefur líka óskað eftir því í Bretlandi. Óljóst er hver málalok verða hér á landi. 24.2.2005 00:01
Fékk bónusvinning óskiptan Íslendingur fékk bónusvinninginn í Víkingalottóinu óskiptan í gærkvöldi, en hann er 22 milljónir króna. Miðinn var seldur í söluturni í Keflavík. Aðalvinningurinn upp á rúmar 46 milljónir rann hins vegar óskiptur til Svía. 24.2.2005 00:01
Má leggja 20% ofan á meðalverð Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. 24.2.2005 00:01
Getur aftur sprangað um bryggjuna Eskfirðingurinn, sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá á dögunum að væri óhress með að geta ekki lengur sprangað óhindrað um bryggjurnar vegna girðingar gegn hryðjuverkamönnum, getur nú andað léttar. 24.2.2005 00:01
Síminn gefur Fjarskiptasafnið Síminn hefur ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt við Suðurgötu, bæði húsið sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og alla munina sem þar eru sýndir. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Símanum. 24.2.2005 00:01
Fékk bætur fyrir gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið í morgun til að greiða karlmanni á fertugsaldri 500 þúsund krónur í bætur fyrir ólögmætt gæsluvarðhald sem hann sat í. 24.2.2005 00:01
Námsmenn líða fyrir gengistap Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. 24.2.2005 00:01
Álagningin vegna prentkostnaðar Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samkomulag við lyfjainnflytjendur um að þeir megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja eins og það er í Noregi og Svíþjóð vegna prentkostnaðar við leiðbeiningar á íslensku ef lyfin eru seld hér á landi. 24.2.2005 00:01
Vilja kanna varðveislugildi húsa Húsafriðunarnefnd og þjóðminjavörður mælast til þess að varðveislugildi þeirra húsa, sem jafnvel stendur til að rífa við Laugaveginn, verði kannað. Jafnframt að kannaðir verði nánar möguleikar á framtíðarnýtingu þeirra í tengslum við nýja uppbyggingu á sömu reitum. 24.2.2005 00:01
Vill aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. 24.2.2005 00:01
Fékk þrjú ár fyrir fíkniefnasmygl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Árna Geir Norðdahl Eyþórsson í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl, en hann var sakfelldur fyrir að flytja til landsins rúmlega 800 grömm af hassi og 236 grömm af kókaíni. Árni Geir var á skilorði sem hann rauf með þessu broti og var ekki talið tilefni til að skilorðsbinda refsinguna. 24.2.2005 00:01
Fá orður rússnesku kirkjunnar Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. 24.2.2005 00:01
Dæmdir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi. 24.2.2005 00:01
Mesta magn LSD sem fundist hefur "Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík. 24.2.2005 00:01
Breikkun ekki á döfinni Breikkun þjóðvegarins alla leið milli Reykjavíkur og Selfoss sem ýmsir telja jafn brýnt samgöngumál og frekari breikkun Reykjanesbrautar er ekki á dagskrá og ekki gert ráð fyrir frekari framkvæmdum á þessari leið næstu þrjú árin. 24.2.2005 00:01
Færri tækifæri fyrir konur Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær. 24.2.2005 00:01
Heimsminjanefnd Íslands stofnuð Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. 24.2.2005 00:01
Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd er óbreytt, að sögn formanns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldi frá árinu 1968. </font /></b /> 24.2.2005 00:01
Hafi samband við lögregluna Árni Magnússon félagsmálaráðherra heitir á alla sem geta bent á dæmi um ráðningar fyrirtækja á ólöglegum erlendum starfsmönnum að setja sig í samband við lögregluna. 24.2.2005 00:01
Nýr stjórnarformaður Baugs Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font /> 24.2.2005 00:01
Alvarleg undirboð á vinnumarkaði Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustusamninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. 250-300 starfsmenn eru á svörtum markaði. </font /></b /> 24.2.2005 00:01
Fundaði með Nóbelsverðlaunahafa Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra átti í gær fund með dr. Wangari Maathai, aðstoðarráðherra umhverfis- og auðlindamála í Kenýa, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004 fyrir störf sín að friðar- og umhverfismálum. 24.2.2005 00:01
KÍ skoðar enn að kæra ríkið Kennarasamband Íslands hefur ekki kært lagasetningu á verkfall grunnskólakennara til Mannréttindadómstóls Evrópu. Stefnt hefur verið að því frá því að kennarar sömdu við sveitarfélögin. 24.2.2005 00:01
Tíu stúlkubörn á leið frá Kína Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. 24.2.2005 00:01
Kaupa þjónustu Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. 24.2.2005 00:01
Mikil ánægja með íslenskt Ríflega sextíu prósent neytenda gefa íslenskri mat- og drykkjarvöru hæstu einkunn í viðhorfskönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. 24.2.2005 00:01
Ályktunardrög fara víða Drög fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um að hefja beri aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili hafa farið víða. Erlendar fréttastofur hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og spurst fyrir um þessi sinnaskipti íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum. 24.2.2005 00:01
Þjónusta bætt við Leifsstöð Leigubílstjórar geta frá og með fyrsta október næstkomandi ekið með farþega bæði til og frá Leifsstöð en það hefur hingað til verið óleyfilegt þar sem um tvö aksturssvæði hefur verið um að ræða. 24.2.2005 00:01
Auga fyrir góð málefni Sjóðurinn Auga var stofnaður á Kjarvalsstöðum. Sjóðnum er ætlað að styðja góð málefni í samfélaginu með afli auglýsinga. 24.2.2005 00:01
Enginn grunaður vegna íkveikju Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. 24.2.2005 00:01
Ríkissaksóknari kominn með málið Lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á orsökum brunans sem varð í einbýlishúsi á Sauðárkróki í byrjun desember. Maður um tvítugt lést í brunanum. 24.2.2005 00:01
Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. 24.2.2005 00:01
Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. 24.2.2005 00:01
Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. 24.2.2005 00:01
Fjöltækniskóli Íslands Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. 24.2.2005 00:01
Menningarverðlaun DV afhent Gamlir sykurmolar voru áberandi við afhendingu menningarverðlauna DV undir kvöld. Björk hlaut þar verðlaun fyrir tónlist. Kvikmyndaverðlaunin féllu Berki Gunnarssyni í skaut og Íslenski dansflokkurinn skaraði fram úr í leiklistarflokki. Bragi Ólafsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaunin í ár. 24.2.2005 00:01