Innlent

BÍ styður íþróttafréttamenn

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið. Andstöðu er jafnframt lýst við frumvarpi til laga um breytingar hvað þessu viðkemur. Með því séu störf fjölda félaga í Blaðamannafélagi Íslands sett í óvissu sem ekki verði við unað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×