Innlent

Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi

Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd eða eins og einum meðaltogara lengri en Baldvin og breiðari eftir því. Frystigeta togarans er 400-500 tonn á sólarhring og rými er í lestum fyrir 7000 tonn af frystum afurðum. Fyrir aðeins 20 árum var útgerðarmaðurinn, Kevin McHuges, háseti á vertíðarbát í Grindavík að sögn InterSeafood.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×