Innlent

Þungatakmarkanir víða

Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að það væri þó nokkuð eftir bókinni þar sem leysingar hafi verið algengar í þessum mánuði undanfarin ár og sé undanfari hinna eiginlegu vorleysinga. Víða má öxulþungi bifreiða ekki fara yfir tíu tonn og allt niður í fimm tonn á stöku vegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×