Innlent

Verða að gera ráðningarsamning

Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa síðustu daga veitt umsögn um tilkynningar um erlenda starfsmenn sem fyrirtæki hafa sent inn á vef Útlendingastofnunar síðustu daga. Í 99 prósentum tilfella verða fyrirtækin að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að þegar um tímabundið, afmarkað verkefni í formi verkkaupa eða þjónustuviðskipta sé að ræða þá kunni allt að vera með felldu. "Þegar hefðbundin launavinna er ekki afmörkuð í tíma, hinir erlendu starfsmenn lúta verkstjórn verkkaupans og verkkaupinn greiðir laun eða launaígildi þá er það ólöglegt," segir hann. Skilningur Vinnumálastofnunar er skýr varðandi húsbyggingar, almenna byggingavinnu, járnabindingar og uppsteypuvinnu. "Þetta er hefðbundin launavinna sem er teiknuð upp sem þjónustuviðskipti til að komast hjá því að sækja um atvinnuleyfi og gera ráðningarsamning samkvæmt lögum á íslenskum vinnumarkaði," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×