Innlent

Fasteignaverð hækkar um 20%

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu mun hækka um 20% á þessu ári samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Í spánni kemur jafnframt fram að lóðaverð hefur hækkað um 80% frá árinu 1994 og má rekja 55% af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu ár til þess. 45% má rekja til hækkunar byggingarkostnaðar. Mikilvægt er að huga vel að landnýtingu innan höfuðborgarsvæðisins að sögn KB banka; það hafi viljað brenna við að opinberir aðilar noti mjög verðmætt byggingarland undir starfsemi sem ætti vel heima annars staðar.  Í spá bankans kemur ennfremur fram að fasteignaverð sé 7% undir meðaltali síðustu tólf ára samkvæmt kaupmáttarmælikvarða - miðað við fjármagnskostnað og laun - þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×