Innlent

Læknar upplýsi um boðsferðirnar

Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar skorar á íslenska lækna að veita almenningi allar upplýsingar um þær boðsferðir sem farnar eru á kostnað lyfjafyrirtækja. Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að hún hafi undir höndum upplýsingar um að alvanalegt sé að lyfjainnflytjandi sendi starfsmann sinn með í hópferðir íslenskra lækna og sjái hann um að greiða allan kostnað fyrir læknana, eins og gistingu á fimm stjörnu hótelum, kvöldverði, vínföng á fínum veitingahúsum og aðra skemmtan, sem ekki samræmist hagsmunum neytenda heilbrigðisþjónustunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×