Fleiri fréttir Kennir lögreglu um dauðsfallið Anna Þorbergsdóttir, móðir Keflvíkingsins Bjarka Hafþórs Vilhjálmssonar, segir lögregluna í Keflavík bera ábyrgð á því að Bjarki lést í fyrradag. 10.9.2004 00:01 Neyðaropnanir standa með lásasmiði "Ég stend með Gústa en það næst ekki í hann," segir Grétar Eiríksson lásasmiður sem rekur Neyðaropnanir ehf. Gústi er maður á hans vegum sem hleypti blaðamanni DV inn í íbúð sem hann átti ekki án þess að biðja hann um sannanir fyrir því að hann byggi þar. 10.9.2004 00:01 Setur skilyrði fyrir sölu Símans Framsóknarflokkurinn setur það skilyrði fyrir sölu Landssímans að lokið verði uppbyggingu dreifikerfisins þannig að landsbyggðin öll hafi aðgang að nútímafjarskiptum. Þá er rætt um að byrjað verði á því að bjóða almenningi að kaupa hlutabréf í Símanum. Þetta kom fram á fundi framsóknarmanna í Borgarnesi í dag. 10.9.2004 00:01 Gatnakerfi Reykjavíkur sprungið Gatnakerfið í Reykjavík er sprungið og annar ekki hratt vaxandi umferðarþunga. Þetta hefur leitt til stöðugrar fjölgunar umferðarslysa ár eftir ár, að mati Sjóvár-Almennra. Lélegar merkingar á svæðum þar sem viðgerðir standa yfir auka slysatíðni mjög. 10.9.2004 00:01 Ekki misst úr réttir í 80 ár Loftur Eiríksson bóndi í Steinsholti í Gnúpverjahreppi hefur ekki misst úr réttum síðan hann var þriggja eða fjögurra ára. Hann verður 83 ára í mánuðinum. 10.9.2004 00:01 Afstýrði verkfalli í Hjallastefnu Ekki kemur til verkfalls í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Hjallastefnunnar ehf. framlengdu fyrri kjarasamning með grunnhækkun á launum í gær. 10.9.2004 00:01 Börn á biðlista eftir daggæslu Börnum er mismunað þar sem þau komast ekki öll að í daggæslu á frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eftir skóla, segir móðir sjö ára drengs. Æskulýðsfulltrúi ÍTR segir starfsfólk skorta sem sé eina fyrirstaða þess að börnin komist að. 10.9.2004 00:01 Átak gegn innbrotum Algengast er að innbrotsþjófar láti til skarar skríða í Árbæjar- og Höfðahverfi. Innbrot í bíla eru algengust og þjófarnir oftast ungir karlar. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur aflað í tengslum við átak um að fækka innbrotum. 10.9.2004 00:01 Flugturninum breytt í safn? Það yrði menningarsögulegt stórslys ef gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli yrði rifinn. Þetta segja breskir herflugmenn sem flugu á Íslandi á stríðsárunum. Þeir hvetja til þess að turninum verði breytt í safn. 10.9.2004 00:01 Fara þrjú til Aþenu Landslið Íþróttasambands fatlaðra heldur til Aþenu í dag og á þriðjudaginn kemur, en þar fer fram Ólympíumót fatlaðra 17. til 28. september. 10.9.2004 00:01 Sekt fyrir kannabisræktun Tveir menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til að greiða hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt fyrir að rækta kannabisplöntur í Súðarvogi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lagði hald á plöntur, 8,39 grömm af maríjúana og 6,96 grömm af kannabisfræjum í húsnæði mannanna í byrjun júní í fyrra. 10.9.2004 00:01 Reglur um smitgát brotnar Embætti yfirdýralæknis hefur borist til eyrna að brotalamir kunni að vera í flutningum sauðfjár milli landshluta í sláturhús, segir Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur embættisins í sauðfjársjúkdómum. Hann segir að vegið sé að vörnum við riðu, garnaveiki og ýmsum smitsjúkdómum sem embættið er að reyna að útrýma þegar óvarlega er farið í flutningunum. 10.9.2004 00:01 Líklega Parvo-sýking Út frá einkennum og niðurstöðum rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið úr hundum sem fengið hafa illvíga niðurgangspest er líklegast að um smáveirusótt sé að ræða sem orsakast af parvo-veiru. Þetta var niðurstaða fundar sjálfstætt starfandi dýralækna, héraðsdýralækna og sérfræðinga frá Keldum í gær. 10.9.2004 00:01 Segir fjölmiðla misnota vald sitt Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkeri Símans, telur fjölmiðla hafa haft áhrif á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Landssímamálinu. Í lesendabréfi sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag segist hann sáttur við dóminn sem hann fékk. Hins vegar hafi aðrir hlotið harða dóma án þess að sekt þeirra væri sönnuð. 10.9.2004 00:01 Leirbindiefni úr flugvél Um 100 tonn af leir geta fokið af 40 ferkílómetra svæði í miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar við verstu aðstæður, að sögn verkfræðings hjá Landsvirkjun. Meðal hugmynda sem eru á borði sérfræðinga til að hefta leirfokið, er að dreifa bindiefni úr flugvél yfir svæðið. 10.9.2004 00:01 Deilt um samninga Stjórn Sjómannasambands Íslands mótmælir í ályktun harðlega þeim vinnubrögðum sem forstjóri og eigandi útgerðarfyrirtækisins Brims hf. viðhefur gagnvart áhöfnum einstakra skipa sem fyrirtækið gerir út. 10.9.2004 00:01 Niðurstaða ekki í sjónmáli Samninganefnd kennara og launanefnd sveitarfélaganna funda um helgina í Karphúsinu. Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara segir á vef Kennarasambandsins viðræðurnar hafa verið gagnlegar en endanlega niðurstöðu ekki í sjónmáli.</< /> > 10.9.2004 00:01 Rúmlega 130 börn bíða greiningar Áætlaður biðtími eftir greiningu á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins getur numið allt að tveimur árum. Á annað hundrað börn eru nú á biðlistum. Vonir standa til að fleiri stöðugildi fáist í nýtt viðbótarhúsnæði sem tekið var í notkun í gær. </font /></b /> 9.9.2004 00:01 Nýtt hlutverk hvalbátanna Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn gætu nýst í hvalskoðun. Það er ein hugmynda Sigurbjargar Árnadóttur og Steins Malkenes. Þau unnu skýrslu um strandmenningu sem grunn fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni fyrir Húsafriðunarnefnd og samgönguráðuneytið. 9.9.2004 00:01 Sægreifar Evrópu fjölmenntu Mikið fjölmenni var á ráðstefnu Íslandsbanka um sjávarútveg á Akureyri í gær. Fulltrúar fjölmargra stórra fyrirtækja voru meðal gesta og hlýddu meðal annars á ræðu utanríkisráðherra þar sem hann fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu. 9.9.2004 00:01 Söfnun fyrir börn Sri Rahmawati 9.9.2004 00:01 Metaðsókn að sundstöðum í sumar Metaðsókn var að sundlaugum í sumar og þakka menn það hitabylgjunni sem gekk yfir fyrri hluta ágústmánaðar. 9.9.2004 00:01 Einkavæðing Símans hafin að nýju Einkavæðingarnefnd kom saman til fundar í gær til að hefja undirbúning að sölu ríkisins á Landssímanum. Ólafur Davíðsson, formaður nefndarinnar segir að þetta hafi verið fyrsti fundur nefndarinnar frá því í byrjun sumars. 9.9.2004 00:01 Rafeindabúnaði stolið Brotist var inn í tvö íbúðarhús í Vesturborginni og eitt í Austurborginni í gærkvöldi og í öllum tilvikum stolið stafrænum myndavélum og öðrum dýrum rafeindabúnaði. Í einu tilvikanna var fartölvu líka stolið og hleypur andvirðið á hundruðum þúsunda króna, að mati lögreglu. 9.9.2004 00:01 Selfluttu áttatíu nemendur Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli selfluttu yfir áttatíu nemendur úr Rimaskóla yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi, eftir að hópurinn varð innlyksa í átta klukkustundir á milli Hvannár og Steinholtsár. 9.9.2004 00:01 Bíll franskra ferðamanna á kaf Tveir franskir ferðamenn komust í hann krappann á Gæsavatnaleið í gær þegar bílaleigubíll þeirra fór á kaf í vatn í miklum vatnavöxtum í svonefndum Tungum, um fimmtán kílómeta austur af Nýjadal. 9.9.2004 00:01 Ók á þrjá bíla í Vesturbæ Ölvaður ökumaður ók utan í að minnsta kosti þrjá bíla í Vesturborginni í nótt áður en lögreglan handtók hann fyrir utan heimili hans. Tilkynnt var um eina ákeyrsluna og á vettvangi fannst númeraplata af bíl mannsins, sem dottið hafði af við áreksturinn. 9.9.2004 00:01 Hnúfubakur aflífaður Yfirvöld á Grænlandi hafa látið aflífa særðan Hnúfubak, sem til sást fyrir utan Uprenavik nýverið, en hnúfubakar eru al friðaðir. Skotsár var á hvalnum og töldu kunnugir að hann kveldist, svo gripið var til líknardráps. Lögregla leitar nú skyttunnar, sem særði hvalinn. </font /> 9.9.2004 00:01 Landhelgisgæslan fær nýja aðstöðu Varðskipið Týr flutti nýtt varðskýli Landhelgisgæslunnar frá Njarðvík til Reykjavíkur í dag. Landhelgisgæslan fær nýja hafnaraðstöðu á Faxagarði þar sem varðskýlinu var komið fyrir. Fyrirhugað er að varðskýlið og nýja hafnaraðstaðan verði tekin í notkun um mánaðarmótin september-október næstkomandi. 9.9.2004 00:01 Vilja föst mörk á þjóðgarðinn Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér ályktun í dag þar sem þau fagna framkominni tillögu umhverfisráðherra um að fyrsti áfang í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. 9.9.2004 00:01 Ný heildarþýðing biblíunnar Ný heildarþýðing á Biblíunni kemur út eftir tvö ár. Það er heljarinnar verk að þýða Biblíuna úr frummálinu og hafa fjölmargir unnið að því síðustu tvo áratugi. Biblíufélagið hefur séð um útgáfu og dreifingu Biblíunnar allt frá árinu 1815. 9.9.2004 00:01 Biblían færð á nútímamál Unnið er að nýrri þýðingu Biblíunnar sem kemur út árið 2006. Samið hefur verið við JPV um útgáfu og dreifingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við nýju þýðinguna og segir Gunnar í Krossinum hana menningarsögulegt stórslys. </font /></b /> 9.9.2004 00:01 Ummæli Halldórs brosleg Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ummæli utanríkisráðherra um Evrópusambandið fyrst og fremst til þess fallin að róa Sjálfstæðismenn. Á meðan utanríkisráðherra líki sjávarútvegsstefnu ESB við nýlendustefnu kaupi Íslendingar þar veiðiheimildir sem aldrei fyrr. 9.9.2004 00:01 Þjóðhátíð á Austfjörðum Austfirðingar halda Þjóðhátíð um helgina og fagna þar menningarlegri fjölbreyttni, segir á heimasíðu Austur-héraðs. Rauði Kross Íslands stendur fyrir hátíðinni sem verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sunnudaginn 12. september og hefst hún klukkan tvö. 9.9.2004 00:01 Engin uppsetning sjónvarpssenda Þeir sem lögðu fé til söfnunar fyrir sjónvarpssendi Skjás eins á Patreksfirði, fá framlag sitt endurgreitt á næstu dögum, að því er segir í Bæjarins besta á Ísafirði. Ekkert verður af uppsetningu sjónvarpssenda stöðvarinnar á Patreksfirði og í Bolungarvík 9.9.2004 00:01 Mótmæla frestun mislægra gatnamóta Höfuðborgarsamtökin eru síður en svo ánægð með að endurbótum við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafi verið frestað. Þau sendu í dag frá sér ályktun þar sem þau mótmæla þessu harðlega. 9.9.2004 00:01 Krafist 5 mánaða fangelsis Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi vegna fjársvikamáls, segist hafa verið farinn að undirbúa heimför þegar hann var framseldur. Ákæruvaldið krefst þess að Ragnar verði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. 9.9.2004 00:01 Greinargerð ráðherra tilbúin Félagsmálaráðherra sendi nú rétt fyrir fréttir Helgu Jónsdóttur borgarritara greinargerð vegna ráðningar í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Í greinargerðinni er ekki fjallað um hvers vegna Helga fékk ekki starfið, heldur hvers vegna Ragnhildur Arnljótsdóttir var ráðin. 9.9.2004 00:01 Hitti naglann á höfuðið Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið. 9.9.2004 00:01 Heimsókn konungshjónanna lokið Opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar lauk í dag, en seint verður sagt að veðrið hafi leikið við þau. Sólin braust fram úr skýjunum í dag þegar þau fóru norður í land og fengu konunglegar móttökur hjá stórum sem smáum. Hinir tignu gestir verða hér á landi í einkaheimsókn á morgun og halda svo af landi brott á laugardag. 9.9.2004 00:01 Fyrsta fjalldrottningin komin Fyrsta fjalldrottningin, sem stjórnað hefur leitum á hálendi Íslands, kom til byggða í dag eftir níu daga smalamennsku á fjöllum. Smalamenn Gnúpverja héldu upp á fjöll fyrir 9 dögum og fóru lengst upp í Arnarfell upp undir Hofsjökli ofan við Þjórsárver. Í dag komu þeir niður í Þjórsárdal með safnið, alls um 2.500 fjár. </font /> 9.9.2004 00:01 Heklugos í vændum? Breytinga hefur orðið vart á lækjum og vötnum í grennd við Heklu í sumar. Þannig hefur lækur við bæinn Selsund þornað upp. Það gerðist einnig í aðdraganda síðustu Heklugosa. Mælar jarðvísindamanna sýna að kvikuþrýstingur undir Heklu er kominn upp undir það sem var fyrir síðasta gos fyrir fjórum árum. 9.9.2004 00:01 Lásasmiður hjálpar til við innbrot Í kjölfar frétta af innbrotsþjófum sem fengu lásasmiði til að opna heimili um mitt sumar hefur DV sannreynt hvort slíkt sé mögulegt. Blaðið hringdi í lásasmið af handahófi og bað hann að opna yfirgefið heimili undir fölskum forsendum.<b><font face="Helv" color="#008080"></font></b> 9.9.2004 00:01 Biblían góð viðskipti Biskup Íslands er sannfærður um að ný þýðing Biblíunnar verði „bestseller“ Hún verður gefin út eftir tvö ár og leysir hundrað ára gamla þýðingu af hólmi. 9.9.2004 00:01 Framkoma formannsins ógeðfelld Varaformaður fjárlaganefndar segir framkomu formanns Öryrkjabandalagsins ógeðfellda og að ríkisstjórnin hafi efnt að fullu samkomulag sitt við það. Formaður Öryrkjabandalagsins segir svo ekki vera og ætlar að stefna ríkisstjórninni fyrir dómstóla verði ekki staðið við samkomulagið í haust. 9.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Kennir lögreglu um dauðsfallið Anna Þorbergsdóttir, móðir Keflvíkingsins Bjarka Hafþórs Vilhjálmssonar, segir lögregluna í Keflavík bera ábyrgð á því að Bjarki lést í fyrradag. 10.9.2004 00:01
Neyðaropnanir standa með lásasmiði "Ég stend með Gústa en það næst ekki í hann," segir Grétar Eiríksson lásasmiður sem rekur Neyðaropnanir ehf. Gústi er maður á hans vegum sem hleypti blaðamanni DV inn í íbúð sem hann átti ekki án þess að biðja hann um sannanir fyrir því að hann byggi þar. 10.9.2004 00:01
Setur skilyrði fyrir sölu Símans Framsóknarflokkurinn setur það skilyrði fyrir sölu Landssímans að lokið verði uppbyggingu dreifikerfisins þannig að landsbyggðin öll hafi aðgang að nútímafjarskiptum. Þá er rætt um að byrjað verði á því að bjóða almenningi að kaupa hlutabréf í Símanum. Þetta kom fram á fundi framsóknarmanna í Borgarnesi í dag. 10.9.2004 00:01
Gatnakerfi Reykjavíkur sprungið Gatnakerfið í Reykjavík er sprungið og annar ekki hratt vaxandi umferðarþunga. Þetta hefur leitt til stöðugrar fjölgunar umferðarslysa ár eftir ár, að mati Sjóvár-Almennra. Lélegar merkingar á svæðum þar sem viðgerðir standa yfir auka slysatíðni mjög. 10.9.2004 00:01
Ekki misst úr réttir í 80 ár Loftur Eiríksson bóndi í Steinsholti í Gnúpverjahreppi hefur ekki misst úr réttum síðan hann var þriggja eða fjögurra ára. Hann verður 83 ára í mánuðinum. 10.9.2004 00:01
Afstýrði verkfalli í Hjallastefnu Ekki kemur til verkfalls í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Hjallastefnunnar ehf. framlengdu fyrri kjarasamning með grunnhækkun á launum í gær. 10.9.2004 00:01
Börn á biðlista eftir daggæslu Börnum er mismunað þar sem þau komast ekki öll að í daggæslu á frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eftir skóla, segir móðir sjö ára drengs. Æskulýðsfulltrúi ÍTR segir starfsfólk skorta sem sé eina fyrirstaða þess að börnin komist að. 10.9.2004 00:01
Átak gegn innbrotum Algengast er að innbrotsþjófar láti til skarar skríða í Árbæjar- og Höfðahverfi. Innbrot í bíla eru algengust og þjófarnir oftast ungir karlar. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur aflað í tengslum við átak um að fækka innbrotum. 10.9.2004 00:01
Flugturninum breytt í safn? Það yrði menningarsögulegt stórslys ef gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli yrði rifinn. Þetta segja breskir herflugmenn sem flugu á Íslandi á stríðsárunum. Þeir hvetja til þess að turninum verði breytt í safn. 10.9.2004 00:01
Fara þrjú til Aþenu Landslið Íþróttasambands fatlaðra heldur til Aþenu í dag og á þriðjudaginn kemur, en þar fer fram Ólympíumót fatlaðra 17. til 28. september. 10.9.2004 00:01
Sekt fyrir kannabisræktun Tveir menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til að greiða hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt fyrir að rækta kannabisplöntur í Súðarvogi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lagði hald á plöntur, 8,39 grömm af maríjúana og 6,96 grömm af kannabisfræjum í húsnæði mannanna í byrjun júní í fyrra. 10.9.2004 00:01
Reglur um smitgát brotnar Embætti yfirdýralæknis hefur borist til eyrna að brotalamir kunni að vera í flutningum sauðfjár milli landshluta í sláturhús, segir Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur embættisins í sauðfjársjúkdómum. Hann segir að vegið sé að vörnum við riðu, garnaveiki og ýmsum smitsjúkdómum sem embættið er að reyna að útrýma þegar óvarlega er farið í flutningunum. 10.9.2004 00:01
Líklega Parvo-sýking Út frá einkennum og niðurstöðum rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið úr hundum sem fengið hafa illvíga niðurgangspest er líklegast að um smáveirusótt sé að ræða sem orsakast af parvo-veiru. Þetta var niðurstaða fundar sjálfstætt starfandi dýralækna, héraðsdýralækna og sérfræðinga frá Keldum í gær. 10.9.2004 00:01
Segir fjölmiðla misnota vald sitt Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrverandi aðalgjaldkeri Símans, telur fjölmiðla hafa haft áhrif á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Landssímamálinu. Í lesendabréfi sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag segist hann sáttur við dóminn sem hann fékk. Hins vegar hafi aðrir hlotið harða dóma án þess að sekt þeirra væri sönnuð. 10.9.2004 00:01
Leirbindiefni úr flugvél Um 100 tonn af leir geta fokið af 40 ferkílómetra svæði í miðlunarlóni Kárahnjúkavirkjunar við verstu aðstæður, að sögn verkfræðings hjá Landsvirkjun. Meðal hugmynda sem eru á borði sérfræðinga til að hefta leirfokið, er að dreifa bindiefni úr flugvél yfir svæðið. 10.9.2004 00:01
Deilt um samninga Stjórn Sjómannasambands Íslands mótmælir í ályktun harðlega þeim vinnubrögðum sem forstjóri og eigandi útgerðarfyrirtækisins Brims hf. viðhefur gagnvart áhöfnum einstakra skipa sem fyrirtækið gerir út. 10.9.2004 00:01
Niðurstaða ekki í sjónmáli Samninganefnd kennara og launanefnd sveitarfélaganna funda um helgina í Karphúsinu. Finnbogi Sigurðsson formaður Félags grunnskólakennara segir á vef Kennarasambandsins viðræðurnar hafa verið gagnlegar en endanlega niðurstöðu ekki í sjónmáli.</< /> > 10.9.2004 00:01
Rúmlega 130 börn bíða greiningar Áætlaður biðtími eftir greiningu á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins getur numið allt að tveimur árum. Á annað hundrað börn eru nú á biðlistum. Vonir standa til að fleiri stöðugildi fáist í nýtt viðbótarhúsnæði sem tekið var í notkun í gær. </font /></b /> 9.9.2004 00:01
Nýtt hlutverk hvalbátanna Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn gætu nýst í hvalskoðun. Það er ein hugmynda Sigurbjargar Árnadóttur og Steins Malkenes. Þau unnu skýrslu um strandmenningu sem grunn fyrir ferðaþjónustu í framtíðinni fyrir Húsafriðunarnefnd og samgönguráðuneytið. 9.9.2004 00:01
Sægreifar Evrópu fjölmenntu Mikið fjölmenni var á ráðstefnu Íslandsbanka um sjávarútveg á Akureyri í gær. Fulltrúar fjölmargra stórra fyrirtækja voru meðal gesta og hlýddu meðal annars á ræðu utanríkisráðherra þar sem hann fann fiskveiðistefnu Evrópusambandsins allt til foráttu. 9.9.2004 00:01
Metaðsókn að sundstöðum í sumar Metaðsókn var að sundlaugum í sumar og þakka menn það hitabylgjunni sem gekk yfir fyrri hluta ágústmánaðar. 9.9.2004 00:01
Einkavæðing Símans hafin að nýju Einkavæðingarnefnd kom saman til fundar í gær til að hefja undirbúning að sölu ríkisins á Landssímanum. Ólafur Davíðsson, formaður nefndarinnar segir að þetta hafi verið fyrsti fundur nefndarinnar frá því í byrjun sumars. 9.9.2004 00:01
Rafeindabúnaði stolið Brotist var inn í tvö íbúðarhús í Vesturborginni og eitt í Austurborginni í gærkvöldi og í öllum tilvikum stolið stafrænum myndavélum og öðrum dýrum rafeindabúnaði. Í einu tilvikanna var fartölvu líka stolið og hleypur andvirðið á hundruðum þúsunda króna, að mati lögreglu. 9.9.2004 00:01
Selfluttu áttatíu nemendur Björgunarsveitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli selfluttu yfir áttatíu nemendur úr Rimaskóla yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi, eftir að hópurinn varð innlyksa í átta klukkustundir á milli Hvannár og Steinholtsár. 9.9.2004 00:01
Bíll franskra ferðamanna á kaf Tveir franskir ferðamenn komust í hann krappann á Gæsavatnaleið í gær þegar bílaleigubíll þeirra fór á kaf í vatn í miklum vatnavöxtum í svonefndum Tungum, um fimmtán kílómeta austur af Nýjadal. 9.9.2004 00:01
Ók á þrjá bíla í Vesturbæ Ölvaður ökumaður ók utan í að minnsta kosti þrjá bíla í Vesturborginni í nótt áður en lögreglan handtók hann fyrir utan heimili hans. Tilkynnt var um eina ákeyrsluna og á vettvangi fannst númeraplata af bíl mannsins, sem dottið hafði af við áreksturinn. 9.9.2004 00:01
Hnúfubakur aflífaður Yfirvöld á Grænlandi hafa látið aflífa særðan Hnúfubak, sem til sást fyrir utan Uprenavik nýverið, en hnúfubakar eru al friðaðir. Skotsár var á hvalnum og töldu kunnugir að hann kveldist, svo gripið var til líknardráps. Lögregla leitar nú skyttunnar, sem særði hvalinn. </font /> 9.9.2004 00:01
Landhelgisgæslan fær nýja aðstöðu Varðskipið Týr flutti nýtt varðskýli Landhelgisgæslunnar frá Njarðvík til Reykjavíkur í dag. Landhelgisgæslan fær nýja hafnaraðstöðu á Faxagarði þar sem varðskýlinu var komið fyrir. Fyrirhugað er að varðskýlið og nýja hafnaraðstaðan verði tekin í notkun um mánaðarmótin september-október næstkomandi. 9.9.2004 00:01
Vilja föst mörk á þjóðgarðinn Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér ályktun í dag þar sem þau fagna framkominni tillögu umhverfisráðherra um að fyrsti áfang í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. 9.9.2004 00:01
Ný heildarþýðing biblíunnar Ný heildarþýðing á Biblíunni kemur út eftir tvö ár. Það er heljarinnar verk að þýða Biblíuna úr frummálinu og hafa fjölmargir unnið að því síðustu tvo áratugi. Biblíufélagið hefur séð um útgáfu og dreifingu Biblíunnar allt frá árinu 1815. 9.9.2004 00:01
Biblían færð á nútímamál Unnið er að nýrri þýðingu Biblíunnar sem kemur út árið 2006. Samið hefur verið við JPV um útgáfu og dreifingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við nýju þýðinguna og segir Gunnar í Krossinum hana menningarsögulegt stórslys. </font /></b /> 9.9.2004 00:01
Ummæli Halldórs brosleg Jóhann Ársælsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ummæli utanríkisráðherra um Evrópusambandið fyrst og fremst til þess fallin að róa Sjálfstæðismenn. Á meðan utanríkisráðherra líki sjávarútvegsstefnu ESB við nýlendustefnu kaupi Íslendingar þar veiðiheimildir sem aldrei fyrr. 9.9.2004 00:01
Þjóðhátíð á Austfjörðum Austfirðingar halda Þjóðhátíð um helgina og fagna þar menningarlegri fjölbreyttni, segir á heimasíðu Austur-héraðs. Rauði Kross Íslands stendur fyrir hátíðinni sem verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sunnudaginn 12. september og hefst hún klukkan tvö. 9.9.2004 00:01
Engin uppsetning sjónvarpssenda Þeir sem lögðu fé til söfnunar fyrir sjónvarpssendi Skjás eins á Patreksfirði, fá framlag sitt endurgreitt á næstu dögum, að því er segir í Bæjarins besta á Ísafirði. Ekkert verður af uppsetningu sjónvarpssenda stöðvarinnar á Patreksfirði og í Bolungarvík 9.9.2004 00:01
Mótmæla frestun mislægra gatnamóta Höfuðborgarsamtökin eru síður en svo ánægð með að endurbótum við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafi verið frestað. Þau sendu í dag frá sér ályktun þar sem þau mótmæla þessu harðlega. 9.9.2004 00:01
Krafist 5 mánaða fangelsis Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi vegna fjársvikamáls, segist hafa verið farinn að undirbúa heimför þegar hann var framseldur. Ákæruvaldið krefst þess að Ragnar verði dæmdur í fimm mánaða fangelsi. 9.9.2004 00:01
Greinargerð ráðherra tilbúin Félagsmálaráðherra sendi nú rétt fyrir fréttir Helgu Jónsdóttur borgarritara greinargerð vegna ráðningar í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Í greinargerðinni er ekki fjallað um hvers vegna Helga fékk ekki starfið, heldur hvers vegna Ragnhildur Arnljótsdóttir var ráðin. 9.9.2004 00:01
Hitti naglann á höfuðið Framkvæmdastjóri stærsta fiskvinnslufyrirtækis Bretlands segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hafa hitt naglann á höfuðið í beinskeyttri gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hann segist vona að gagnrýni Halldórs eigi eftir að berast víða um Evrópusambandið. 9.9.2004 00:01
Heimsókn konungshjónanna lokið Opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar lauk í dag, en seint verður sagt að veðrið hafi leikið við þau. Sólin braust fram úr skýjunum í dag þegar þau fóru norður í land og fengu konunglegar móttökur hjá stórum sem smáum. Hinir tignu gestir verða hér á landi í einkaheimsókn á morgun og halda svo af landi brott á laugardag. 9.9.2004 00:01
Fyrsta fjalldrottningin komin Fyrsta fjalldrottningin, sem stjórnað hefur leitum á hálendi Íslands, kom til byggða í dag eftir níu daga smalamennsku á fjöllum. Smalamenn Gnúpverja héldu upp á fjöll fyrir 9 dögum og fóru lengst upp í Arnarfell upp undir Hofsjökli ofan við Þjórsárver. Í dag komu þeir niður í Þjórsárdal með safnið, alls um 2.500 fjár. </font /> 9.9.2004 00:01
Heklugos í vændum? Breytinga hefur orðið vart á lækjum og vötnum í grennd við Heklu í sumar. Þannig hefur lækur við bæinn Selsund þornað upp. Það gerðist einnig í aðdraganda síðustu Heklugosa. Mælar jarðvísindamanna sýna að kvikuþrýstingur undir Heklu er kominn upp undir það sem var fyrir síðasta gos fyrir fjórum árum. 9.9.2004 00:01
Lásasmiður hjálpar til við innbrot Í kjölfar frétta af innbrotsþjófum sem fengu lásasmiði til að opna heimili um mitt sumar hefur DV sannreynt hvort slíkt sé mögulegt. Blaðið hringdi í lásasmið af handahófi og bað hann að opna yfirgefið heimili undir fölskum forsendum.<b><font face="Helv" color="#008080"></font></b> 9.9.2004 00:01
Biblían góð viðskipti Biskup Íslands er sannfærður um að ný þýðing Biblíunnar verði „bestseller“ Hún verður gefin út eftir tvö ár og leysir hundrað ára gamla þýðingu af hólmi. 9.9.2004 00:01
Framkoma formannsins ógeðfelld Varaformaður fjárlaganefndar segir framkomu formanns Öryrkjabandalagsins ógeðfellda og að ríkisstjórnin hafi efnt að fullu samkomulag sitt við það. Formaður Öryrkjabandalagsins segir svo ekki vera og ætlar að stefna ríkisstjórninni fyrir dómstóla verði ekki staðið við samkomulagið í haust. 9.9.2004 00:01