Innlent

Vilja föst mörk á þjóðgarðinn

Náttúruverndarsamtök Íslands sendu frá sér ályktun í dag þar sem þau fagna framkominni tillögu umhverfisráðherra um að fyrsti áfang í stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs verði stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Þjóðgarðurinn mun auk núverandi þjóðgarðs ná yfir syðsta hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðið í Lakagígum. Þó telja samtökin að ekki sé nóg að vernda Lakagíga heldur verði jafnframt að vernda Langasjó, og auk þess beri að friðlýsa allt vatnasvið Jökulsár á Fjöllum. Þá beri að hafa í huga að loftslagsbreytingar af mannavöldum geti breytt stærð Vatnajökuls mikið á komandi áratugum og því sé mikilvægt að mörk Vatnajökulsþjóðgarðs verði föst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×