Innlent

Þjóðhátíð á Austfjörðum

Austfirðingar halda Þjóðhátíð um helgina og fagna þar menningarlegri fjölbreyttni, segir á heimasíðu Austur-héraðs. Rauði Kross Íslands stendur fyrir hátíðinni sem verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum sunnudaginn 12. september og hefst hún klukkan tvö. Þar verða fjölbreyttar þjóðakynningar frá Filippseyjum, Belgíu, Rússlandi, Portúgal, Póllandi, Thailandi, Litáen, Færeyjum, Kína, Þýskalandi, S-Afríku, Pakistan, Íslandi og Bretlandi. Kertafleyting og friðarsamkoma verður haldin í tengslum við Þjóðahátíð á laugardeginum. Hún hefst klukkan átta um kvöld í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum. Myndin er frá fjömenningardögum Austurbæjarskóla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×