Fleiri fréttir Fjórtán misst félagslegar íbúðir Fjórtán leigjendum félagslegra íbúða Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp leigusamningi á árinu og gert að flytja vegna brota á reglum Félagsbústaða. Fjórir þeirra hafa verið bornir út með lögregluvaldi samkvæmt Sigurði Friðrikssyni framkvæmdastjóra Félagsbústaða.</< /> > 9.9.2004 00:01 Lokuð geðdeild verður á Kleppi Lokuð geðdeild fyrir einstaklinga sem taldir eru hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu verður staðsett á Kleppsspítala, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Tuttugu einstaklingar eru sagðir falla undir þessa skilgreiningu, en þeir hafa verið inn og út af geðdeildum. 8.9.2004 00:01 Flóðahætta á sunnanverðu landinu Loftslag á jörðinni hlýnar hratt og mest af hlýnuninni má rekja til áhrifa mannkyns. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og sendiráð Svíþjóðar héldu í gær um loftslagsbreytingar. Nokkrir erlendir vísindamenn fluttu erindi um rannsóknir á breytingum á hitastigi í heiminum, orsökum og afleiðingum. 8.9.2004 00:01 Konungleg veisla í Perlunni Rúmlega 200 fyrirmenni úr opinbera geiranum og almenna atvinnulífinu sóttu hátíðarkvöldverð forseta Íslands í perlunni í gærkvöld til heiðurs Karli Gústaf, Svíakonungi, Sylvíu drottningu hans og Viktoríu krónprinsessu. 8.9.2004 00:01 Lyfjaræningi í gæsluvarðhald Maðurinn, sem var handtekinn vegna lyfjaráns úr Hringbrautarapóteki á laugardagskvöldið, vopnaður loft-skambyssu, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. október. Málið liggur nokkuð ljóst fyrir og býst lögreglan við að ljúka rannsókninni og gefa út ákæru, áður en gæsluvarðhaldið rennur út. Ekki hefur verið gefið upp hversu miklu hann rændi. 8.9.2004 00:01 Ógnaði barþjóni með úðabrúsa Ölvaður maður ógnaði barþjóni á veitingastað í austurborginni í gærkvöldi með úðabrúsa, og krafðist peninga. Gestur á staðnum og þjónninn yfirbuguðu manninn og kölluðu á lögreglu, sem sótti hann og vistaði í fangageymslu. Ekki liggur enn fyrir hvaða efni var í úðabrúsanum, en það verður efnagreint nánar í dag. 8.9.2004 00:01 Brotist inn í íbúð við Vatnsstíg Brotist var inn í íbúð við Vatnsstíg snemma í gærkvöldi og þaðan meðal annars stolið fartölvu, tveimur stafrænum myndavélum og farsíma. Andvirði þýfisins er nálægt hálfri milljón króna og er þjófurinn ófundinn. 8.9.2004 00:01 Þörf á annarri samsteypu Bandarískum fjölmiðlahagfræðingi reiknast til að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé veruleg og meiri en í öðrum löndum. Leysa mætti vandann með annarri fjölmiðlasamsteypu á borð við Norðurljós. </font /></b /> 8.9.2004 00:01 Rauði krossinn opnar söfnunarsíma Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 907 2020 til stuðnings hjálparstarfi í Beslan í Rússlandi. Með því að hringja í númerið færast 1.000 krónur á símreikninginn. Féð verður notað til að styðja þá sem lentu í gíslatökunni í Beslan og aðstandendur þeirra, meðal annars með sálrænum stuðningi, sjúkraþjálfun og heimahlynningu. 8.9.2004 00:01 Greiningarstöð bætir aðstöðu Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur tekið í notkun nýtt húsnæði við Digranesveg í Kópavogi, fyrir starfsemi fagsviðs þroskahamlana. Auk þess hefur verið bætt við aðstöðu fagsviðs einhverfu og málhamlana. 8.9.2004 00:01 Konungshjónin á Þingvöllum Sænsku konungshjónin og fylgdarlið, ásamt íslensku forsetahjónunum, hófu daginn með heimsókn í myndver Latabæjar í Garðabæ en þaðan var haldið til Nesjavalla þar sem orkuverið var skoðað. 8.9.2004 00:01 Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. 8.9.2004 00:01 Komu veikum skipverja til hjálpar Stýrimenn varðskipsins Týs kom veikum skipverja um borð í togbátnum Siglunesi SH til hjálpar í gærkvöldi en skipstjóri skipsins hafði óskað eftir aðstoð vegna þess að skipverjinn missti meðvitund af og til. Skipin voru þá stödd á Breiðafirði. 8.9.2004 00:01 Sylvía heimsækir Barnahús Sylvía drottning Svíþjóðar óskaði sérstaklega eftir því við undirbúning ferðar konungshjónanna til Íslands að heimsækja Barnahúsið til að kynna sér starfsemi þess, en Sylvía hefur um árabil unnið mikið starf á alþjóðlegum vettvangi í þágu barna, ekki síst á sviði kynferðisofbeldis. 8.9.2004 00:01 Aukning á veikum hvolpum Meira hefur borið á veikindum hjá hvolpun að undanförnu en eðlilegt er segir í fréttatilkynningu frá embætti yfirdýralæknis. Nokkrir hvolpar hafa drepist þó flestir nái sér eftir nokkra daga en veikindin lýsa sér með uppköstum og niðurgangi. 8.9.2004 00:01 Konungur Kvosarinnar Davíð Oddsson hefur alla tíð unnið í Kvosinni og næsta nágrenni. Eftir 15. september verður skrifstofa hans í öðru hverfi, hann þarf að fara alla leið upp á Rauðarárstíg í vinnuna. </font /></b /> 8.9.2004 00:01 Aðstoðar skólakrakka í Þórsmörk Tveir hópar barna úr Rimaskóla og Borgarholtsskóla lentu í vandræðum við að komast yfir Steinholtsá á leið heim úr skólaferðalagi til Þórsmerkur í morgun. Unglingarnir í Borgarholtsskóla voru á leið inneftir en komust ekki yfir ánna. 8.9.2004 00:01 Þjóðarblómið valið í október Landsmönnum gefst kostur á því í næsta mánuði að velja þjóðarblómið í almennri skoðanakönnun. Líklegt er hins vegar að Alþingi muni eiga síðasta orðið. 8.9.2004 00:01 Flugkappar á flugsýningu Þrír af elstu flugmönnum Íslendinga upplifðu það í Englandi um helgina að fljúga með sams konar vél og þeir flugu á fyrstu starfsárum sínum fyrir sextíu árum. Í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stofnun Loftleiða skipulögðu Flugmálafélag Íslands og Fyrsta flugs félagið í samvinnu við Iceland Express hópferð til Englands um helgina. 8.9.2004 00:01 Þykir mikið til Barnahússins koma Silvia Svíadrottning segir að sér þyki mikið til Barnahússins á Íslandi koma og að það sé fyrirmynd fyrir önnur lönd. Hún og konungurinn eru ánægð með Íslandsheimsókn sína, þótt veðrið hefði mátt vera betra. 8.9.2004 00:01 Samþjöppun af hinu góða Kjell Inge Rökke, einn auðugasti maður Noregs, telur samþjöppun og stækkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja auðvelda þeim að keppa á alþjóðavettvangi. Rökke kom til Akureyrar með einkaþotu sinni síðdegis. 8.9.2004 00:01 Þrjú eldfjöll sýna merki um virkni Þrjú af virkustu eldfjöllum Íslands, Hekla, Katla og Grímsvötn, sýna nú öll ótvíræð merki um að eldgos sé í uppsiglingu. Kvikuþrýstingur í Heklu er kominn upp undir það sem hann var fyrir síðasta gos. 8.9.2004 00:01 Sáttur við fiskveiðistefnu ESB Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hyggi á enn frekari fjárfestingar innan Evrópusambandsins, en fyrirtækið fjárfesti fyrir tvo og hálfan milljarð króna í þýskum og breskum útgerðarfyrirtækjum í gær. Hann er sáttur við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. 8.9.2004 00:01 Fiskveiðistefna ESB úrelt Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir Evrópusambandið aðhyllast nýlendustefnu gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður-Evrópu. Hann segir fiskveiðistefnu sambandsins úrelta. Halldór flutti opnunarræðu á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í dag. 8.9.2004 00:01 Telur gas valda riðusjúkdómum Nýjar kenningar um orsakir riðuveiki eru komnar fram í kjölfar sauðfjárriðu sem upp kom á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. Guðbrandur Jónsson, sem vinnur að rannsóknum tengdum hagnýtingu lífræns úrgangs við metangasframleiðslu, telur riðu orsakast af gasmengun frá dýraúrgangi. 8.9.2004 00:01 Niðurskurður fjár kannski óþarfur Landlæknir hafnar tilgátum um að eiturgas valdi riðusjúkdómum og ætlar ekki að rannsaka málið. 500 fjár verður fargað á næstunni vegna riðu í Árgerði í Skagafirði. Á bænum kom áður upp riða árið 1985, en það ár og næstu þar á eftir, stakk hún sér líka niður á sumum nærliggjandi bæja. 8.9.2004 00:01 Nýjar reglur tilbúnar í haust Nýjar reglur um sölu á korni sem ræktað er innanlands eiga að vera tilbúnar í haust. Landbúnaðarráðuneytið vinnur að gerð reglnanna, en hingað til hefur kornrækt bænda nær einvörðungu verið til eigin nota, en hefur aukist svo að huga þarf að söluumhverfi í geiranum. 8.9.2004 00:01 Ævintýraleg ferð í Þórsmörk Þrír öflugir Unimok-jeppar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu ferjuðu sextíu skólakrakka yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Rútur sem flytja áttu nemendurna heim á leið eftir sólarhringsferð komust ekki yfir ána vegna vatnavaxta. 8.9.2004 00:01 Þjófur sérhæfir sig í Nissan Sunny Ívar Erlendsson, nemi á tónlistarbraut í Fjölbrautaskóli Vesturlands, varð heldur hissa þegar hann hugðist fara í skólann í gærmorgun. Nissan Sunny bifreið hans var horfin. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík segir algengt að Nissan Sunny bílum sé stolið. Fjögurra sé enn saknað frá 19. ágúst. 8.9.2004 00:01 Sjómenn sér á báti Sjómenn eru nær eina starfsstétt landsins á almennum vinnumarkaði sem fer í verkföll. Hjá þeim hafa aðstæður um sumt verið líkari því sem gerist hjá hinu opinbera, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 8.9.2004 00:01 Sinnaskipti utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með ræðu sinni í gær á Akureyri hafi Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, bakkað algjörlega frá fyrri viðhorfum sínum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. </font /> 8.9.2004 00:01 Fátt gott við fiskveiðistefnu ESB Utanríkisráðherra hafði fátt gott um sjávarútvegsstefnu ESB að segja á ráðstefnu á Akureyri í gær. Fundarmenn, sem margir stjórna stórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópusambandinu, virtust flestir á sama máli. </font /></b /> 8.9.2004 00:01 Evrópa er vaxtarsvæði Samherja Eftir fjárfestingar í vikunni á Samherji fjögur útgerðarfélög innan Evrópusambandsins með 20.000 tonna þorskígildiskvóta í sameiginlegum kvóta ESB og þriggja milljarða króna ársveltu. 8.9.2004 00:01 Konungur furðar sig á uppganginum Karl Gústaf Svíakonungur segir mikinn mun á fyrstu heimsókn sinni hingað til lands og þessari. Uppgangurinn í efnahagslífinu og breytingar sem orðið hafa á höfuðborginni séu með ólíkindum. </font /></b /> 8.9.2004 00:01 Vélamiðstöðin verði einkavædd Sjálfstæðismenn munu leggja til einkavæðingu Vélamiðstöðvar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða á borgarstjórnarfundi í dag að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fundurinn er sá fyrsti hjá borgarstjórn á þessu hausti. 7.9.2004 00:01 Ríkisstjórnarfundi frestað Ríkisstjórnarfundi var óvænt frestað til föstudags rétt áður en hann átti að hefjast í stjórnarráðinu klukkan hálftólf. Sagt var að það væri vegna anna. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti að stýra fundinum en hann hefur verið frá vegna veikinda síðan í lok júlí. 7.9.2004 00:01 Fyrst laun, svo tilboð Engin tilboð verða lögð fram til lausnar kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga fyrr en eftir að rætt hefur verið um launin. Það verður ekki gert fyrr en á fimmtudaginn þegar ellefu dagar eru til boðaðs verkfalls. 7.9.2004 00:01 Stafrænt RÚV Ríkisútvarpið hefur hafið tilraunir með stafrænar útvarpssendingar í samvinnu við verkfræðideild Háskóla Íslands. Stafrænum sendi hefur verið komið upp á Vatnsenda í Reykjavík og nást sendingarnar á höfuðborgarsvæðinu. 7.9.2004 00:01 Bærinn í samstarf við fyrirtæki Samningur um margvíslegt samstarf milli sjálfseignarstofnunarinnar "Akureyri í öndvegi", sem að standa ýmis fyrirtæki og einkaaðilar, og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær í Ráðhúsi Akureyrar. 7.9.2004 00:01 Leikmennirnir búnir að ná sér Tæpur helmingur liðsmanna íslenska ungmennalandsliðsins sem fékk heiftarlega magakveisu hefur náð sér en liðið leikur við Ungverja síðdegis í dag. Staðfest er að kveisan var af völdum svokallaðrar NORO-veiru sem hefur verið algeng hér á landi í sumar. 7.9.2004 00:01 Áhersla á umræðu um kynhneigð Fordómar eru helsta fyrirstaða þess að samkynhneigðir njóti sömu stöðu og gagnkynhneigðir í þjóðfélaginu að mati nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðs fólks. Í ljósi þessarar megin niðurstöðu leggur nefndin til að áhersla verði lögð á umræðu um kynhneigð í næstu endurskoðun á aðalnámskrám skóla. 7.9.2004 00:01 Sænsku konungshjónin komin Opinber heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar hófst í morgun. Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við gestina þegar þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10 þar sem sendiherra Svía á Íslandi og sendiherra Íslands í Svíþjóð tóku á móti þeim. 7.9.2004 00:01 Krefst hluthafafundar hjá Símanum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna og hluthafi í Símanum, krefst hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétti á enska boltanum. 7.9.2004 00:01 Hundaæði í smygluðum hundi Á vef Yfirdýralæknis er varað við smygli á hundum frá löndum þar sem vitað er að hundaæði hefur komið upp. 21. ágúst drapst 4 mánaða gömul hvolptík úr hundaæði í Frakklandi. Henni hafði verið smyglað inn í Frakkland í júníbyrjun um Spán frá Agadir í Marokkó. 7.9.2004 00:01 Borgað fyrir boltaæfingar Stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur er að skoða möguleikann á að bjóða fjölbreyttara starfsúrval næsta sumar en verið hefur hingað til. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar sl. föstudag og verði áfram til umfjöllunar. 7.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjórtán misst félagslegar íbúðir Fjórtán leigjendum félagslegra íbúða Reykjavíkurborgar hefur verið sagt upp leigusamningi á árinu og gert að flytja vegna brota á reglum Félagsbústaða. Fjórir þeirra hafa verið bornir út með lögregluvaldi samkvæmt Sigurði Friðrikssyni framkvæmdastjóra Félagsbústaða.</< /> > 9.9.2004 00:01
Lokuð geðdeild verður á Kleppi Lokuð geðdeild fyrir einstaklinga sem taldir eru hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu verður staðsett á Kleppsspítala, að sögn Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Tuttugu einstaklingar eru sagðir falla undir þessa skilgreiningu, en þeir hafa verið inn og út af geðdeildum. 8.9.2004 00:01
Flóðahætta á sunnanverðu landinu Loftslag á jörðinni hlýnar hratt og mest af hlýnuninni má rekja til áhrifa mannkyns. Þetta kom fram á ráðstefnu sem Háskóli Íslands og sendiráð Svíþjóðar héldu í gær um loftslagsbreytingar. Nokkrir erlendir vísindamenn fluttu erindi um rannsóknir á breytingum á hitastigi í heiminum, orsökum og afleiðingum. 8.9.2004 00:01
Konungleg veisla í Perlunni Rúmlega 200 fyrirmenni úr opinbera geiranum og almenna atvinnulífinu sóttu hátíðarkvöldverð forseta Íslands í perlunni í gærkvöld til heiðurs Karli Gústaf, Svíakonungi, Sylvíu drottningu hans og Viktoríu krónprinsessu. 8.9.2004 00:01
Lyfjaræningi í gæsluvarðhald Maðurinn, sem var handtekinn vegna lyfjaráns úr Hringbrautarapóteki á laugardagskvöldið, vopnaður loft-skambyssu, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. október. Málið liggur nokkuð ljóst fyrir og býst lögreglan við að ljúka rannsókninni og gefa út ákæru, áður en gæsluvarðhaldið rennur út. Ekki hefur verið gefið upp hversu miklu hann rændi. 8.9.2004 00:01
Ógnaði barþjóni með úðabrúsa Ölvaður maður ógnaði barþjóni á veitingastað í austurborginni í gærkvöldi með úðabrúsa, og krafðist peninga. Gestur á staðnum og þjónninn yfirbuguðu manninn og kölluðu á lögreglu, sem sótti hann og vistaði í fangageymslu. Ekki liggur enn fyrir hvaða efni var í úðabrúsanum, en það verður efnagreint nánar í dag. 8.9.2004 00:01
Brotist inn í íbúð við Vatnsstíg Brotist var inn í íbúð við Vatnsstíg snemma í gærkvöldi og þaðan meðal annars stolið fartölvu, tveimur stafrænum myndavélum og farsíma. Andvirði þýfisins er nálægt hálfri milljón króna og er þjófurinn ófundinn. 8.9.2004 00:01
Þörf á annarri samsteypu Bandarískum fjölmiðlahagfræðingi reiknast til að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé veruleg og meiri en í öðrum löndum. Leysa mætti vandann með annarri fjölmiðlasamsteypu á borð við Norðurljós. </font /></b /> 8.9.2004 00:01
Rauði krossinn opnar söfnunarsíma Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 907 2020 til stuðnings hjálparstarfi í Beslan í Rússlandi. Með því að hringja í númerið færast 1.000 krónur á símreikninginn. Féð verður notað til að styðja þá sem lentu í gíslatökunni í Beslan og aðstandendur þeirra, meðal annars með sálrænum stuðningi, sjúkraþjálfun og heimahlynningu. 8.9.2004 00:01
Greiningarstöð bætir aðstöðu Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur tekið í notkun nýtt húsnæði við Digranesveg í Kópavogi, fyrir starfsemi fagsviðs þroskahamlana. Auk þess hefur verið bætt við aðstöðu fagsviðs einhverfu og málhamlana. 8.9.2004 00:01
Konungshjónin á Þingvöllum Sænsku konungshjónin og fylgdarlið, ásamt íslensku forsetahjónunum, hófu daginn með heimsókn í myndver Latabæjar í Garðabæ en þaðan var haldið til Nesjavalla þar sem orkuverið var skoðað. 8.9.2004 00:01
Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. 8.9.2004 00:01
Komu veikum skipverja til hjálpar Stýrimenn varðskipsins Týs kom veikum skipverja um borð í togbátnum Siglunesi SH til hjálpar í gærkvöldi en skipstjóri skipsins hafði óskað eftir aðstoð vegna þess að skipverjinn missti meðvitund af og til. Skipin voru þá stödd á Breiðafirði. 8.9.2004 00:01
Sylvía heimsækir Barnahús Sylvía drottning Svíþjóðar óskaði sérstaklega eftir því við undirbúning ferðar konungshjónanna til Íslands að heimsækja Barnahúsið til að kynna sér starfsemi þess, en Sylvía hefur um árabil unnið mikið starf á alþjóðlegum vettvangi í þágu barna, ekki síst á sviði kynferðisofbeldis. 8.9.2004 00:01
Aukning á veikum hvolpum Meira hefur borið á veikindum hjá hvolpun að undanförnu en eðlilegt er segir í fréttatilkynningu frá embætti yfirdýralæknis. Nokkrir hvolpar hafa drepist þó flestir nái sér eftir nokkra daga en veikindin lýsa sér með uppköstum og niðurgangi. 8.9.2004 00:01
Konungur Kvosarinnar Davíð Oddsson hefur alla tíð unnið í Kvosinni og næsta nágrenni. Eftir 15. september verður skrifstofa hans í öðru hverfi, hann þarf að fara alla leið upp á Rauðarárstíg í vinnuna. </font /></b /> 8.9.2004 00:01
Aðstoðar skólakrakka í Þórsmörk Tveir hópar barna úr Rimaskóla og Borgarholtsskóla lentu í vandræðum við að komast yfir Steinholtsá á leið heim úr skólaferðalagi til Þórsmerkur í morgun. Unglingarnir í Borgarholtsskóla voru á leið inneftir en komust ekki yfir ánna. 8.9.2004 00:01
Þjóðarblómið valið í október Landsmönnum gefst kostur á því í næsta mánuði að velja þjóðarblómið í almennri skoðanakönnun. Líklegt er hins vegar að Alþingi muni eiga síðasta orðið. 8.9.2004 00:01
Flugkappar á flugsýningu Þrír af elstu flugmönnum Íslendinga upplifðu það í Englandi um helgina að fljúga með sams konar vél og þeir flugu á fyrstu starfsárum sínum fyrir sextíu árum. Í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá stofnun Loftleiða skipulögðu Flugmálafélag Íslands og Fyrsta flugs félagið í samvinnu við Iceland Express hópferð til Englands um helgina. 8.9.2004 00:01
Þykir mikið til Barnahússins koma Silvia Svíadrottning segir að sér þyki mikið til Barnahússins á Íslandi koma og að það sé fyrirmynd fyrir önnur lönd. Hún og konungurinn eru ánægð með Íslandsheimsókn sína, þótt veðrið hefði mátt vera betra. 8.9.2004 00:01
Samþjöppun af hinu góða Kjell Inge Rökke, einn auðugasti maður Noregs, telur samþjöppun og stækkun íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja auðvelda þeim að keppa á alþjóðavettvangi. Rökke kom til Akureyrar með einkaþotu sinni síðdegis. 8.9.2004 00:01
Þrjú eldfjöll sýna merki um virkni Þrjú af virkustu eldfjöllum Íslands, Hekla, Katla og Grímsvötn, sýna nú öll ótvíræð merki um að eldgos sé í uppsiglingu. Kvikuþrýstingur í Heklu er kominn upp undir það sem hann var fyrir síðasta gos. 8.9.2004 00:01
Sáttur við fiskveiðistefnu ESB Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að fyrirtækið hyggi á enn frekari fjárfestingar innan Evrópusambandsins, en fyrirtækið fjárfesti fyrir tvo og hálfan milljarð króna í þýskum og breskum útgerðarfyrirtækjum í gær. Hann er sáttur við fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. 8.9.2004 00:01
Fiskveiðistefna ESB úrelt Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir Evrópusambandið aðhyllast nýlendustefnu gagnvart fiskveiðiþjóðum Norður-Evrópu. Hann segir fiskveiðistefnu sambandsins úrelta. Halldór flutti opnunarræðu á sjávarútvegsráðstefnu Íslandsbanka á Akureyri í dag. 8.9.2004 00:01
Telur gas valda riðusjúkdómum Nýjar kenningar um orsakir riðuveiki eru komnar fram í kjölfar sauðfjárriðu sem upp kom á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar. Guðbrandur Jónsson, sem vinnur að rannsóknum tengdum hagnýtingu lífræns úrgangs við metangasframleiðslu, telur riðu orsakast af gasmengun frá dýraúrgangi. 8.9.2004 00:01
Niðurskurður fjár kannski óþarfur Landlæknir hafnar tilgátum um að eiturgas valdi riðusjúkdómum og ætlar ekki að rannsaka málið. 500 fjár verður fargað á næstunni vegna riðu í Árgerði í Skagafirði. Á bænum kom áður upp riða árið 1985, en það ár og næstu þar á eftir, stakk hún sér líka niður á sumum nærliggjandi bæja. 8.9.2004 00:01
Nýjar reglur tilbúnar í haust Nýjar reglur um sölu á korni sem ræktað er innanlands eiga að vera tilbúnar í haust. Landbúnaðarráðuneytið vinnur að gerð reglnanna, en hingað til hefur kornrækt bænda nær einvörðungu verið til eigin nota, en hefur aukist svo að huga þarf að söluumhverfi í geiranum. 8.9.2004 00:01
Ævintýraleg ferð í Þórsmörk Þrír öflugir Unimok-jeppar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli og Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu ferjuðu sextíu skólakrakka yfir Steinholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Rútur sem flytja áttu nemendurna heim á leið eftir sólarhringsferð komust ekki yfir ána vegna vatnavaxta. 8.9.2004 00:01
Þjófur sérhæfir sig í Nissan Sunny Ívar Erlendsson, nemi á tónlistarbraut í Fjölbrautaskóli Vesturlands, varð heldur hissa þegar hann hugðist fara í skólann í gærmorgun. Nissan Sunny bifreið hans var horfin. Aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík segir algengt að Nissan Sunny bílum sé stolið. Fjögurra sé enn saknað frá 19. ágúst. 8.9.2004 00:01
Sjómenn sér á báti Sjómenn eru nær eina starfsstétt landsins á almennum vinnumarkaði sem fer í verkföll. Hjá þeim hafa aðstæður um sumt verið líkari því sem gerist hjá hinu opinbera, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 8.9.2004 00:01
Sinnaskipti utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að með ræðu sinni í gær á Akureyri hafi Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, bakkað algjörlega frá fyrri viðhorfum sínum um aðild Íslands að Evrópusambandinu. </font /> 8.9.2004 00:01
Fátt gott við fiskveiðistefnu ESB Utanríkisráðherra hafði fátt gott um sjávarútvegsstefnu ESB að segja á ráðstefnu á Akureyri í gær. Fundarmenn, sem margir stjórna stórum sjávarútvegsfyrirtækjum í Evrópusambandinu, virtust flestir á sama máli. </font /></b /> 8.9.2004 00:01
Evrópa er vaxtarsvæði Samherja Eftir fjárfestingar í vikunni á Samherji fjögur útgerðarfélög innan Evrópusambandsins með 20.000 tonna þorskígildiskvóta í sameiginlegum kvóta ESB og þriggja milljarða króna ársveltu. 8.9.2004 00:01
Konungur furðar sig á uppganginum Karl Gústaf Svíakonungur segir mikinn mun á fyrstu heimsókn sinni hingað til lands og þessari. Uppgangurinn í efnahagslífinu og breytingar sem orðið hafa á höfuðborginni séu með ólíkindum. </font /></b /> 8.9.2004 00:01
Vélamiðstöðin verði einkavædd Sjálfstæðismenn munu leggja til einkavæðingu Vélamiðstöðvar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða á borgarstjórnarfundi í dag að því er kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Fundurinn er sá fyrsti hjá borgarstjórn á þessu hausti. 7.9.2004 00:01
Ríkisstjórnarfundi frestað Ríkisstjórnarfundi var óvænt frestað til föstudags rétt áður en hann átti að hefjast í stjórnarráðinu klukkan hálftólf. Sagt var að það væri vegna anna. Davíð Oddsson forsætisráðherra átti að stýra fundinum en hann hefur verið frá vegna veikinda síðan í lok júlí. 7.9.2004 00:01
Fyrst laun, svo tilboð Engin tilboð verða lögð fram til lausnar kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga fyrr en eftir að rætt hefur verið um launin. Það verður ekki gert fyrr en á fimmtudaginn þegar ellefu dagar eru til boðaðs verkfalls. 7.9.2004 00:01
Stafrænt RÚV Ríkisútvarpið hefur hafið tilraunir með stafrænar útvarpssendingar í samvinnu við verkfræðideild Háskóla Íslands. Stafrænum sendi hefur verið komið upp á Vatnsenda í Reykjavík og nást sendingarnar á höfuðborgarsvæðinu. 7.9.2004 00:01
Bærinn í samstarf við fyrirtæki Samningur um margvíslegt samstarf milli sjálfseignarstofnunarinnar "Akureyri í öndvegi", sem að standa ýmis fyrirtæki og einkaaðilar, og Akureyrarbæjar var undirritaður í gær í Ráðhúsi Akureyrar. 7.9.2004 00:01
Leikmennirnir búnir að ná sér Tæpur helmingur liðsmanna íslenska ungmennalandsliðsins sem fékk heiftarlega magakveisu hefur náð sér en liðið leikur við Ungverja síðdegis í dag. Staðfest er að kveisan var af völdum svokallaðrar NORO-veiru sem hefur verið algeng hér á landi í sumar. 7.9.2004 00:01
Áhersla á umræðu um kynhneigð Fordómar eru helsta fyrirstaða þess að samkynhneigðir njóti sömu stöðu og gagnkynhneigðir í þjóðfélaginu að mati nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðs fólks. Í ljósi þessarar megin niðurstöðu leggur nefndin til að áhersla verði lögð á umræðu um kynhneigð í næstu endurskoðun á aðalnámskrám skóla. 7.9.2004 00:01
Sænsku konungshjónin komin Opinber heimsókn sænsku konungshjónanna og krónprinsessunnar hófst í morgun. Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við gestina þegar þeir lentu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 10 þar sem sendiherra Svía á Íslandi og sendiherra Íslands í Svíþjóð tóku á móti þeim. 7.9.2004 00:01
Krefst hluthafafundar hjá Símanum Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna og hluthafi í Símanum, krefst hluthafafundar í fyrirtækinu vegna kaupa á fjórðungshlut í Skjá einum og sýningarrétti á enska boltanum. 7.9.2004 00:01
Hundaæði í smygluðum hundi Á vef Yfirdýralæknis er varað við smygli á hundum frá löndum þar sem vitað er að hundaæði hefur komið upp. 21. ágúst drapst 4 mánaða gömul hvolptík úr hundaæði í Frakklandi. Henni hafði verið smyglað inn í Frakkland í júníbyrjun um Spán frá Agadir í Marokkó. 7.9.2004 00:01
Borgað fyrir boltaæfingar Stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur er að skoða möguleikann á að bjóða fjölbreyttara starfsúrval næsta sumar en verið hefur hingað til. Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans, segir málið hafa verið rætt á fundi stjórnar sl. föstudag og verði áfram til umfjöllunar. 7.9.2004 00:01