Innlent

Ók á þrjá bíla í Vesturbæ

Ölvaður ökumaður ók utan í að minnsta kosti þrjá bíla í Vesturborginni í nótt áður en lögreglan handtók hann fyrir utan heimili hans. Tilkynnt var um eina ákeyrsluna og á vettvangi fannst númeraplata af bíl mannsins, sem dottið hafði af við áreksturinn. Það auðveldaði eftirleikinn, líkt og ef þjófur hefði gleymt skilríkjum á innbrotsstað. Bíll mannsins er stór skemmdur og talsvert sér á hinum bílunum þremur, auk þess sem ekki er loku fyrir það skotið að hann hafi ekið á fleiri bíla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×