Innlent

Heklugos í vændum?

Í náttúrunni við rætur þessa frægasta eldfjalls Íslands virðist einnig mega greina ýmis merki, sem þótt hafa forboðar eldsumbrota.  Þannig hafa í landi Næfurholts sést sérkennilegar breytingar í náttúrunni, sem erfitt er að tengja eðlilegum sveiflum á grunnvatnsstöðu. Þá eru Loddavötn, sem þornuðu upp í Heklugosinu árið 1947 og hafa meira og minna verið þurr síðan, orðin full af vatni á ný. Annar bær við rætur Heklu er Selsund. Heimafólkið þar segir að ef allt væri eðlilegt ætti hér að renna lækur. Lækurinn kallast Lindin og á að spretta undan hrauninu. Lindin hefur hins vegar verið þurr í sumar. Breytingar á lækjum við Selsund og Næfurholt hafa í gegnum tíðinda þótt forboðar eldsumbrota. Svala Guðmundsdóttir Húsfreyja í Selsundi segir það tilfinningu fólksins í bænum að það verði breyting á vatninu í kringum gos. „Staðan er þurr. Eigum við að segja að það boði að það geti þýtt gos á morgun eða eftir 10 ár,“ segir Svala.  Páll Einarsson, prófessor segir alltaf réttast að umgangasyt eldfjöll með varúð og eins þurfi að hafa gát á vegna flugumferðar þegar gos gæti verið í nánd. Húsfreyjan Svala er samt sallaróleg og spyr að lokum hvort það sé ekki Mýrdalsjökull sem eigi að vera í sviðsljósinu fremur en Hekla. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×