Fleiri fréttir

Lögfræðingur segi vitleysu

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að fjölmiðlamálið hefði borið á góma, þótt það hefði ekki beinlínis verið á dagskrá. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en ráðherrarnir hefðu rætt stöðu málsins.

Verða að láta þjóðina ráða

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir, eftir að hafa hlýtt á einn helsta stjórnskipunarfræðing landsins, Eirík Tómasson lagaprófessor, á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Að ríkisstjórninni sé ekki stætt á öðru en að láta þjóðina greiða atkvæði um fjölmiðlalögin.

Um 5000 gestir þegar mættir

Umferð til Sauðárkróks er farin að þyngjast nú á öðrum degi landsmóts UMFÍ og tjaldstæði keppenda að verða þétt skipuð. Keppni hefst í dag í flestum greinum en nánari upplýsingar um dagskrá keppninar er að finna á <a href="http://www.landsmotumfi.is/">www.landsmotumfi.is</a>.

KB banki hækkar óverðtryggða vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. júlí. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta nú um mánaðarmót.

Heitasti dagur ársins

Í dag er heitasti dagur ársins til þessa. Veður verður bjart og hlýtt í dag og um helgina, allra hlýjast á norður og vesturlandi. Mikill hiti er á Landsmóti Ungmennafélaganna í Skagafirði og segja mótsgestir að hitinn sé nú kominn yfir 25 stig.

Konan neitar sök

Ríkissaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur konu frá Sierra Leone, fyrir að hafa flutt hingað til lands yfir fimm þúsund e-töflur, þann tíunda síðasta mánaðar. Efnin fundust í farangri konunnar við komu til Keflavíkurflugvallar, en það vakti mikla athygli að konan er barnshafandi.

Óheimilt að kynna áskriftartilboð

Samskeppnisstofnun úrskurðaði í dag í máli Og Vodafone gegn Landssímanum. Komist var að þeirri niðurstöðu að Landssími Íslands hf. hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum". Landssíma Íslands er því óheimilt að kynna áskriftartilboðið eða skrá nýja viðskiptavini sakmvæmt tilboðinu.

Ætlar ekki að áfrýja

Maðurinn, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, en frestur til þess rann út í dag.

Beðið eftir DNA

Senda þurfti blóðið sem fannst á heimili Hákonar Eydal í DNA rannsókn erlendis. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði í DV í fyrradag að lögreglan væri enn í sömu sporum og þegar Hákon Eydal var handtekinn á þriðjudagsmorgunn.

Uppbygging þrátt fyrir auð hús

Þótt talsvert sé af auðu verslunarhúsnæði við Laugaveg telur Þróunarfélag Miðborgarinnar að miklir uppgangstímar séu framundan. Meðal fyrsta flokks verslunarhúsnæðis sem lengi hefur staðið autt við Laugaveginn, má nefna húsið þar sem Flugleiðir voru á sínum tíma, og síðan Gap, og Bankahúsið við hliðina á Sævari Karli.

Sátt um löggæslukostnað

Sátt hefur náðst um löggæslukostnað vegna landsmóts UMFÍ á Sauðarkróki eftir nokkurt þref. Veðrið lék við landsmótsgesti í dag, þar sem saman voru komnir keppendur og áhorfendur á öllum aldri. Metþátttaka er á landsmótinu í ár.

Allir nýnemar fá skólavist

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Flensborgarskóli í Hafnarfirði eiga að taka við þorra nýnema sem synjað hafði verið um skólavist í framhaldsskóla í haust. Þessi lausn kostar ríkið á bilinu 200 til 250 milljónir króna vegna framkvæmda við skólana.

Jón Baldvin ódýr útgáfa af Clinton

Þessi fjölskylda hugsar mjög mikið um ímyndina, hvernig hún lítur út í blöðum og þannig lagað. Jón Baldvin og Bryndís eru ódýra útgáfan af Clinton-hjónunum.En bak við ímyndina eru litlar tilfinningar," staðhæfir Marco Brancaccia, fyrrverandi sambýlismaður Snæfríðar Baldvinsdóttur

Orð Eiríks Tómassonar vega þungt

Jónína Bjartmarz þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður Allsherjarnefndar segist hafa lært sama stjórnskipunarrétt og Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um ummæli Davíðs Oddsonar þess efnis að ríkisstjórnin geti ekki gert mikið með vitlaus lagaálit.

Ekki enn lýst eftir konunni

Lögreglan virðist vera búin að útiloka að konan sem saknað hefur verið síðan á sunnudag finnist á lífi því hún hefur ekki enn lýst formlega eftir henni.

Þjófur gómaður í nótt

Lögreglan í Reykjavík gómaði í nótt mann sem gerði tilraun til að brjótast inn í fyrirtæki í austurborginni. Þegar hann var búinn að spenna upp glugga fór viðvörunarkerfi í gang og lagði hann þá á flótta.

Formleg mótmæli vegna Svalbarða

Íslensk stjórnvöld hafa formlega mótmælt því við norska utanríkisráðuneytið að Norðmenn skuli einhliða úthluta öllum erlendum fiskiskipum, samanlagt 80 þúsund tonna síldarkvóta við Svalbarða.

Samið um 10 tonn af hrefnu

Félag hrefnuveiðimanna er búið að semja um sölu á tíu tonnum af hrefnukjöti af nýliðinni vertíð en það er u.þ.b. helmingur af því kjöti sem aflaðist af þeim 25 hrefnum sem veiddar voru.

3 ár fyrir kynferðisbrot

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum og vinkonu þeirra. Stúlkurnar voru 11 og 12 ára þegar brotin voru framin en þau áttu sér stað á árunum 1996 til 2003, bæði á heimili ákærða og í sumarhúsi móður hans.

Mótmæli við Alþingi kl. 12:30

Þjóðarhreyfingin boðar til opins mótmælafundar við Alþingishúsið nú í hádeginu til að andmæla því að þjóðin skuli hafa verið svipt stjórnarskrárvörðum kosningarétti, eins og segir í yfirlýsingu. Fundurinn hefst klukkan 12:30.

Konan enn ófundin

Konan sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags er enn ófundin. Maðurinn, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að hvarfi hennar, neitar aðild að málinu.

Betri veiði en í fyrra

Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri en veiði í mörgum íslenskum ám er mun betri en í fyrra. Þó eru enn lausir veiðidagar á besta tímanum í nokkrum dýrustu ánum.

Á sjöttu milljón sótt landið heim

Fjörutíu ár eru liðin síðan Ferðamálaráð Íslands tók til starfa en fyrsti fundur ráðsins var haldinn þann 7. júlí 1964. Í tilefni tímamótanna opnaði samgönguráðherra nýjan og breyttan upplýsingavef ráðsins, á sex tungumálum.

Ósátt innnan allsherjarnefndar

Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til.

Fyrsta skóflustungan að álveri

Verið er að taka fyrstu skóflustunguna að álveri Alcoa í Reyðarfirði. Baráttuhópur fyrir náttúrvernd og virkara lýðræði kallar framkvæmdirnar skemmdarverk sem komandi kynslóðir eigi eftir að gráta.

Fíkniefnabrotum fjölgar um tæp 50%

Fíkniefnabrotum fjölgaði um næstum því 50% í fyrra frá árinu áður samkvæmt ársskýrslu lögreglunnar í Reykjavík. Fimmtungi færri nauðganir voru tilkynntar. 

Búist við 5000 gestum

Búist er við allt að fimmtán þúsund gestum á Landsmót Ungmennafélags Íslands sem hefst á Sauðárkróki í dag. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið mjög vel. Áskell Heiðar Ásgeirsson hjá markaðs- og þróunarsviði Skagafjarðar segir aðstæður á staðnum frábærar.

Gríðarlegur fjöldi mótmælti

Gríðarlegur fjöldi manna, eða a.m.k. þúsund manns að því er talið er, tók þátt í útifundi sem Þjóðarhreyfingin - svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga, boðaði til við Alþingishúsið klukkan 12:30 í dag.

Skýrari stefnumótun háskóla

Þörf er á skýrari stefnumótun um háskólastigið samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um námsframboð og nemendafjölda við háskóla. Í skýrslunni er lagt til að yfirvöld menntamála móti opinbera og áþreifanlega heildarstefnu um háskólastigið þar sem verkefnum yrði forgangsraðað, þau tímasett og mælanleg markmið skilgreind.

Varaforseti Kínaþings í heimsókn

Varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis. Heimsóknin mun standa til 12. júlí en í för með Zhaoguo verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins.

Varnarliðsþyrlur í æfingaflugi

Skömmu eftir hádegi í dag komu tvær varnarliðsþyrlur í æfingaflugi til Ísafjarðar. Tóku þær eldsneyti á Ísafjarðarflugvelli og héldu flugi sínu áfram að því loknu.

Viðræður við þingnefnd nauðsyn

Bandarískur sérfræðingur í varnarmálum segir að Íslendingar þurfi að hafa frumkvæði að viðræðum við lykilmenn í þinginu. Forseti verði að ráðfæra sig við tiltekna þingnefnd og framtíð varnarliðsins á Íslandi verði ekki tryggð án stuðnings nefndarinnar. </font /></b />

Stefnuleysi í málefnum háskóla

<font face="Helv"> Gerðar eru ýmsar athugasemdir við stefnuleysi í málefnum háskóla hérlendis í nýrri skýrslu sem Ríkisendurskoðun hefur látið frá sér fara um námsframboð og nemendafjölda við íslenska háskóla. </font>

Almenn sátt um kvótaúthlutun

"Menn eru auðvitað missáttir við sitt en á heildina litið tel ég að flestir séu að fá það sem þeir bjuggust við," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda.

Tollalækkun á íslenskum vörum

Góður árangur hefur orðið í samningaviðræðum Íslands og Rússlands varðandi tollaívilnanir landanna á milli. Tekist hefur að ná fram tollalækkun á íslenskum sjávarafurðum og hátæknibúnaði úr tíu prósentum niður í þrjú prósent.

Sprotafyrirtæki líða fjárskort

"Margir eru fljótir að gleyma því að það tók fyrirtækin Marel, Össur og Delta ein fimmtán ár að ná virkilegum árangri í sínum atvinnugreinum," segir Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Dómur fyrir bankaránstilraun

Maður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til bankaráns í útibúi Landsbankans við Gullinbrú í desember á síðasta ári. Hann hafði enga peninga með sér á brott í ránstilrauninni en var ákærður fyrir að ógna starfsfólki bankans með hnífi.

Falun Gong komnir aftur

Meðlimir Falun Gong ætla að mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið á milli klukkan tíu og ellefu í fyrramálið vegna opinberrar heimsóknar Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, til Íslands.

Rannsókn þokast hægt

Lögregla leitar ekki skipulega að konunni, sem hefur verið saknað frá því snemma á sunnudagsmorgun, enda vita menn ekki hvar þeir eiga að bera niður. Rannsókn lögreglu þokast hægt en þó nokkuð margir hafa verið yfirheyrðir og rannsókn á heimili mannsins, sem nú situr í gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni, var fram haldið í dag - þriðja daginn í röð.

Tæpar 30 milljónir á átta árum

Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna.

3 ár fyrir kynferðisbrot

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum og vinkonu þeirra. Honum er gert að greiða rúmlega tvær milljónir króna í miskabætur og sakarkostnað.

Skilorð fyrir misheppnað bankarán

23 ára gamall maður fékk í gær skilorðsbundinn fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur upp á fimm mánuði fyrir tilraun til að ræna útibú Landsbankans við Gullinbrú í Reykjavík föstudaginn 5. desember sl. Refsing fellur niður að 3 árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð, en honum var jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað.

Selja fyrir 1.200 milljónir

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hyggst selja eignir bæjarins til hlutafélagsins Fasteignar fyrir allt að 1.200 milljónir króna. Horft er til Félagsheimilisins Þórs- og Týsheimilanna, Safnahússins og Listaskólans. Bærinn fær eignarhlut í félaginu og gerir leigusamning um húseignirnar til þrjátíu ára.

Með fjölda dóma á bakinu

Tvítugur maður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þjófnað í Héraðsdómi Reykjaness.

Dæmdur fyrir líkamsárás

Sautján ára piltur var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Sjá næstu 50 fréttir