Betri veiði en í fyrra 8. júlí 2004 00:01 Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri en veiði í mörgum íslenskum ám er mun betri en í fyrra. Þó eru enn lausir veiðidagar á besta tímanum í nokkrum dýrustu ánum. Í Vestur-Noregi er aflinn aðeins þriðjungur af afla í meðal ári, að því er Intra Fish greinir frá. Engin einhlít skýring er á þessu en sumir kenna þrálátum norðanáttum um ástandið og undanfarin ár hafa laxveiðimenn líka kennt um slæmum áhrifum frá fiskeldi í sjó. Þetta ástand hefur dregið úr áhuga veiðimanna og eru nú dæmi um að veiðileyfi seljist ekki í sumar árnar, sömu ár og biðraðir hafa verið eftir veiðileyfum í til þessa. Sem dæmi um hnignandi laxveiði í Noregi má nefna að sumarið 2001 gegnu 4.700 laxar í Molsá, árið eftir 3.700 og 3.300 í fyrra. Í ár er veiðin þar svo mun slakari en í fyrra. Allt aðra og betri sögu er að segja af flestum íslensku laxveiðiánum. Árnar á suðvestur- og vesturlandi hafa almennt skilað betri veiði en á sama tíma í fyrra en húnvetnsku árnar fara hægar af stað en í fyrra, þó með þeirri undantekningu að betri veiði hefur verið í Blöndu en áður. Þá er það að skýrast þessa dagana hvernig aðrar norðlenskar ár, og ár á norðausturhorninu, koma út. Samkvæmt nokkurra ára gamalli könnun veiða rúm þrjátíu prósent landsmanna eitthvað yfir sumarið, eða nálægt 60 þúsund manns, og hátt í 500 þúsund stangveiðidagar eru í boði. Talið er að landsmenn eyði árlega u.þ.b. milljarði króna einungis í veiðileyfi en dýrasta veiðileyfi sem fréttastofan hefur heyrt um í sumar er 250 þúsund krónur fyrir daginn sem reyndar var í niðursölu. Dæmi eru um að enn sé hægt að fá veiðidaga í nokkrum dýrustu ánna en yfirleitt er allt uppselt á ódýrari veiðisvæðum. Þetta er talin vísbending um að verðið sé búið að ná einhverju hámarki og að enn frekari verðhækkanir muni einfaldlega draga úr eftirspurn. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri en veiði í mörgum íslenskum ám er mun betri en í fyrra. Þó eru enn lausir veiðidagar á besta tímanum í nokkrum dýrustu ánum. Í Vestur-Noregi er aflinn aðeins þriðjungur af afla í meðal ári, að því er Intra Fish greinir frá. Engin einhlít skýring er á þessu en sumir kenna þrálátum norðanáttum um ástandið og undanfarin ár hafa laxveiðimenn líka kennt um slæmum áhrifum frá fiskeldi í sjó. Þetta ástand hefur dregið úr áhuga veiðimanna og eru nú dæmi um að veiðileyfi seljist ekki í sumar árnar, sömu ár og biðraðir hafa verið eftir veiðileyfum í til þessa. Sem dæmi um hnignandi laxveiði í Noregi má nefna að sumarið 2001 gegnu 4.700 laxar í Molsá, árið eftir 3.700 og 3.300 í fyrra. Í ár er veiðin þar svo mun slakari en í fyrra. Allt aðra og betri sögu er að segja af flestum íslensku laxveiðiánum. Árnar á suðvestur- og vesturlandi hafa almennt skilað betri veiði en á sama tíma í fyrra en húnvetnsku árnar fara hægar af stað en í fyrra, þó með þeirri undantekningu að betri veiði hefur verið í Blöndu en áður. Þá er það að skýrast þessa dagana hvernig aðrar norðlenskar ár, og ár á norðausturhorninu, koma út. Samkvæmt nokkurra ára gamalli könnun veiða rúm þrjátíu prósent landsmanna eitthvað yfir sumarið, eða nálægt 60 þúsund manns, og hátt í 500 þúsund stangveiðidagar eru í boði. Talið er að landsmenn eyði árlega u.þ.b. milljarði króna einungis í veiðileyfi en dýrasta veiðileyfi sem fréttastofan hefur heyrt um í sumar er 250 þúsund krónur fyrir daginn sem reyndar var í niðursölu. Dæmi eru um að enn sé hægt að fá veiðidaga í nokkrum dýrustu ánna en yfirleitt er allt uppselt á ódýrari veiðisvæðum. Þetta er talin vísbending um að verðið sé búið að ná einhverju hámarki og að enn frekari verðhækkanir muni einfaldlega draga úr eftirspurn.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira