Ósátt innnan allsherjarnefndar 8. júlí 2004 00:01 Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða eru ósammála um hvert sé helsta verkefni allsherjarnefndar Alþingis sem kom saman í morgun. Stjórnarandstaðan telur að kalla verði til sérfræðinga til að fá úr því skorið hvort hægt sé að afturkalla þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti Íslands boðaði til. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna tóku sæti í allsherjarnefnd Alþingis þegar nefndin kom saman á fyrsta fundi sumarþings í morgun. Tveimur málum var vísað til allsherjarnefndar í gær: fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og frumvarpi stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir að meginverkefni nefndarinnar verði að fjalla um fjölmiðlafrumvarpið og að því verði gefinn góður tími til afgreiðslu. Hann segir stjórnarfrumvarpið vera fyrsta mál á dagskrá. Aðspurður hvort sérfræðingar verði kallaðir á fund nefndarinnar eða hvort frumvarpið verði sent til umsagnar segist Bjarni halda að „hvort tveggja sé augljóst.“ Hann áætlar að vinna nefndarinnar taki a.m.k. viku en það fari þó allt eftir því hve mikil eining sé innan nefndarinnar um vinnubrögð. Fátt bendir til að einhugur muni ríkja um vinnubrögð nefndarinnar því stjórnarandstaðan sér málið í allt öðru ljósi. Brýnasta verkefni nefndarinnar sé ekki fjölmiðlafrumvarpið sjálft heldur að fá úr því skorið hvort hægt sé að breyta fjölmiðlalögunum og komast þannig hjá þjóðaratkvæðagreiðslu sem forseti boðaði til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir forsætisráðherra hafa bent á að búið væri að fara vel yfir málið en Össuri finnst stjórnskipunarlegur ferill málsins vera óljós og tvíbentur. Því muni stjórnarandstaðan leggja mesta áherslu á þann þátt málsins, a.m.k. til að byrja með, og óska eftir því að fá sérfræðinga til liðs við nefndina til „að kveða upp úr með hvað má og hvað má ekki,“ segir Össur. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir alveg ljóst að fyrst þurfi að fá á hreint hvort sú „aðferðafræði“, sem beitt hafi verið í málinu, standist. Það hafi ekki mikið upp á sig að fara að ræða efnisatriðin að öðru leyti fyrr en menn séu komnir með fast land undir fætur í þeim efnum. Hægt er að hlusta á fréttina, sem inniheldur viðtöl við Bjarna, Össur og Steingrím sem tekin voru í morgun, með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira