Innlent

Samið um 10 tonn af hrefnu

Félag hrefnuveiðimanna er búið að semja um sölu á tíu tonnum af hrefnukjöti af nýliðinni vertíð en það er u.þ.b. helmingur af því kjöti sem aflaðist af þeim 25 hrefnum sem veiddar voru. Kílóverð út úr búð er um 700 krónur eða þrjú hundruð krónum lægra en í fyrra. Aðeins seldust þrettán tonn af þeim 36 hrefnum sem veiddar voru í fyrra. Afgangurinn er enn í frystigeymslum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×