Innlent

Fyrsta skóflustungan að álveri

Verið er að taka fyrstu skóflustunguna að álveri Alcoa í Reyðarfirði. Baráttuhópur fyrir náttúrvernd og virkara lýðræði kallar framkvæmdirnar skemmdarverk sem komandi kynslóðir eigi eftir að gráta. Tæpt ár er liðið síðan skrifað var undir samning um byggingu álversins en áætlað er að henni muni ljúka árið 2007. Heildarkostnaður byggingarinnar er áætlaður um 1 milljarður Bandaríkjadollara. Framkvæmdir munu hefjast síðla næsta árs en 2300 ársstörf munu skapast við bygginguna og á hámarki framkvæmdatímans munu um 1500 manns starfa við hana.  Fjórir munu halda um skófluna þegar stungan verður tekin: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Bent Reitan, forstjóri frumvinnslu Alcoa og Andy Graig, yfirmaður námu- og málmasviðs Bechtels, aðalverktaka álversbyggingarinnar. Náttúruvaktin, baráttuhópur fyrir náttúrvernd og virkara lýðræði, mótmælir framkvæmdunum. Í yfirlýsingu hópsins segir að með fyrstu skóflastungunni að álverinu sé enn eitt risafyrirtækið með vafasama fortíð að baki að bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem vinna að virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum á austurlandi. Náttúruvaktin gagnrýni Bechtel m.a. fyrir að hafa stórhækkað verð á vatni og gert það að munaðarvöru í Bólivíu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×