Innlent

Konan enn ófundin

Konan, sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags, er enn ófundin. Maðurinn, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að hvarfi hennar, neitar aðild að málinu. Maðurinn, sem er rúmlega fertugur og fyrrverandi sambýlismaður konunnar, var leiddur fyrir dómara í gær, en vísbendingar fundust við leit á heimili hans í fyrradag. Fyrrverandi sambýliskona hans er rúmlega þrítug, en ekkert hefur spurst til hennar síðan á aðfararnótt sunnudags. Hörður Jóhannesson hjá rannsóknardeild lögregeglunnar sagði í samtali við fréttastofu fyrir stundu að ástæða væri til að ætla að maðurinn tengdist málinu og vissi þannig um ferðir konunnar. Hann sagði að málið væri enn rannsakað sem mannshvarf en lögreglan hefur ekki lýst formlega eftir konunni. Maðurinn, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald, neitaði í gær aðild að málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur við rannsókn málsins fundist blóð í íbúð hans við Stórholt og í bifreið hans sem hald var lagt á. Hörður Jóhannesson vildi ekki staðfesta annað en það að rökstuddur grunur væri um aðild mannsins að málinu. Tæknideild lögreglunnar vinnur áfram að rannsókn þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×