Innlent

Búist við 5000 gestum

Búist er við allt að fimmtán þúsund gestum á Landsmót Ungmennafélags Íslands sem hefst á Sauðárkróki í dag. Undirbúningur fyrir mótið hefur gengið mjög vel. Áskell Heiðar Ásgeirsson, hjá markaðs- og þróunarsviði Skagafjarðar, segir aðstæður á staðnum frábærar. Tvö þúsund keppendur eru skráðir til leiks og segir Ásgeir að undirbúningurinn fyrir mótið hafi gengið eins og best verði á kosið. Mikið hafi verið byggt upp á íþróttasvæðinu og að margir bæjarbúar hafi tekið til hendinni, m.a. hafi þeir málað og snyrt húsin sín.  Aðspurður hvort hann óttist ekki að deilur um löggæslukostnað setji blett á mótið segist Ásgeir ekki gera það. Allir einbeiti sér að því að eiga ánægjulega helgi og málið með löggæslukostnaðinn verði leyst að móti loknu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×