Innlent

Formleg mótmæli vegna Svalbarða

Íslensk stjórnvöld hafa formlega mótmælt því við norska utanríkisráðuneytið að Norðmenn skuli einhliða úthluta öllum erlendum fiskiskipum, samanlagt 80 þúsund tonna síldarkvóta við Svalbarða. Minnt er á að fjölþjóðlegt samkomulag ríki um Svalbarða og að Norðmenn hafi engan rétt á að úthluta fiskveiðikvótum einhliða í 200 mílna radíus umhverfis eynna. Sex íslensk skip eru nú að veiðum þar og nálgast nú óðum að erlendu skipin fylli kvótann en eftir það hóta Norðmenn að taka öll erlend skip og færa til hafnar í Noregi sem landhelgisbrjóta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×