Innlent

Uppbygging þrátt fyrir auð hús

Þótt talsvert sé af auðu verslunarhúsnæði við Laugaveg telur Þróunarfélag Miðborgarinnar að miklir uppgangstímar séu framundan. Meðal fyrsta flokks verslunarhúsnæðis sem lengi hefur staðið autt við Laugaveginn, má nefna húsið þar sem Flugleiðir voru á sínum tíma, og síðan Gap, og Bankahúsið við hliðina á Sævari Karli. Nýlega hafa svo Japis og Herragarðurinn horfið sjónum. Gunnar Guðjónsson hjá Þróunarfélagi Miðborgarinnar telur þó enga hættu vera á ferðum, og að miklir uppgangstímar séu framundan, við Laugaveginn. Bráðlega verði byggt hús á Stjörnubíóreitnum sem verður með 800 fermetra jarðhæð. Þá séu ýmsis hús í byggingu og nokkrir aðilar að íhuga uppbyggingu neðarlega á Laugaveginum. Þess má geta að þegar er byrjað að innrétta nýja verslun í húsnæði Japis, þar verður lágvöruverslunin Tiger, til húsa. Jafnframt er það talið til hagsbóta fyrir Laugaveginn, til lengri tíma litið, að viðlegukantur fyrir millilandaskip er fyrirhugaður undan Skuggahverfinu, og að til stendur að reisa mikla verslunarmiðstöð, í miðbænum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×