Innlent

Varnarliðsþyrlur í æfingaflugi

Skömmu eftir hádegi í dag komu tvær varnarliðsþyrlur í æfingaflugi til Ísafjarðar. Tóku þær eldsneyti á Ísafjarðarflugvelli og héldu flugi sínu áfram að því loknu. Þyrlurnar eru af gerðinni Sikorsky UH-60 Pavehawk en þær geta borið allt að ellefu farþega og halað upp hálft á fjórða tonn. Þær hafa rúmlega 1.000 kílómetra flugþol auk þess sem þær geta tekið eldsneyti á flugi. Sagt er frá þessu á fréttavefnum www.bb.is. Þar er hægt sjá mynd af annarri þyrlunni en þá sem hér má sjá er annarrar gerðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×