Innlent

Falun Gong komnir aftur

Meðlimir Falun Gong ætla að mótmæla fyrir utan kínverska sendiráðið á milli klukkan tíu og ellefu í fyrramálið vegna opinberrar heimsóknar Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, til Íslands. Zhaoguo kemur hingað í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, en heimsókninni lýkur 12 júlí.

Með varaforsetanum í för verða fjórir þingmenn og starfsmenn kínverska þingsins og kínverska utanríkisráðuneytisins. Zhaoguo mun funda með forseta Alþingis, formanni utanríkismálanefndar og fulltrúum þingflokka, auk þess sem hann mun ræða við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra.

Falun Gong hefur boðað til blaðamannafundar í kjölfar mótmælastöðunnar á morgun.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar friðarhreyfingin var hér á landi fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×