Innlent

Ætlar ekki að áfrýja

Maðurinn, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, en frestur til þess rann út í dag. Maðurinn heldur enn fram sakleysi sínu og segir réttargæslumaður hans að í þessari ákvörðun felist engin viðurkenning á sekt. Konan, sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags, er enn ófundin. Hún sást síðast við Grettisgötu í Reykjavík, en talið er að hún hafi komið á heimili fyrrverandi sambýlismanns síns við Stórholt eftir það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×