Innlent

Almenn sátt um kvótaúthlutun

"Menn eru auðvitað missáttir við sitt en á heildina litið tel ég að flestir séu að fá það sem þeir bjuggust við," segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambands smábátaeigenda, en brátt rennur út sá frestur sem Fiskistofa veitti til að gera athugasemdir við úthlutanir hennar fyrir þá báta sem skipta út dagabátakerfinu í krókaaflamarkið. Mikill munur er á þeim heimildum sem hver bátur fær. Þannig fá tveir þeirra rúm 80 tonn úthlutað meðan þeir lægstu fá einungis 12.6 tonna kvóta. Úthlutunin er byggð á veiðireynslu hvers báts síðustu tvö árin. Örn segir að verst sé þetta fyrir þá sem nýlega hafa keypt sér smábáta og hugðu á veiðar samkvæmt dagakerfinu. "Það er lagt í miklar fjárfestingar og í einni svipan er kerfinu snúið á hvolf. Það kemur í ljós hvernig menn bregðast við en ég get fullyrt að meirihluti smábátaeigenda eru nokkuð sáttir við sinn hlut."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×