Fleiri fréttir

Skotið á sjúkrahús í Donetsk

Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu.

Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni

Niðurstöður mælinga sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar.

Tsipras þreytir frumraun sína í Brussel

Nýr forsætisráðherra Grikklands fundaði í dag með Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, og Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB.

Miðinn í sund hefur hækkað töluvert

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1.janúar 2014 til 1. febrúar 2015.

Yngri kynslóðir munu fá mun meiri lífeyri

Fyrsta samanburðarskýrsla OECD á lífeyriskerfum aðildarríkjanna sýnir að íslenska lífeyriskerfið tryggir öllum ágæt eftirlaun og jafnar vel lífeyriskjör þeirra lægst launuðu.

Nýr leikskóli í Vallarhverfið

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að hefja byggingu á nýjum fjögurra deilda leikskóla við Bjarkavelli.

Stjórnvöld innleiði samning SÞ um réttindi fatlaðra

Undirskriftasöfnun stendur nú yfir á vef Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, þar sem skorað er á stjórnvöld að innleiða samning Sameinuðu þjóðanna, SÞ, um réttindi fatlaðs fólks. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007.

Hryðjuverkamenn teknir af lífi í Jórdaníu

Yfirvöld í Jórdaníu tóku í nótt tvo dæmda hryðjuverkamenn af lífi eftir að ISIS liðar í Sýrlandi og Írak birtu myndir sem sýna aftöku jórdansks orrustuflugmanns sem þeir tóku í gíslingu í desember.

Flughált í uppsveitum

Á Suðurlandi er hálka á vegum og víða flughált í uppsveitum. Hálkublettir eru á Sandskeiði og hálka á Hellisheiði og í Þrengslum.

Eyðimerkurgöngu ásatrúarmanna að ljúka

Ásatrúarmenn eru nú að hnýta lausa enda til að geta hafið byggingu langþráðs helgidóms safnaðarins við Fossvog. Liðsmönnum Ásatrúarfélagsins fjölgaði um 750 prósent frá 1998 til 2014. Allsherjargoðinn telur þá þróun munu halda áfram.

Ölfus þarf ekki að afhenda gögn

Kröfu Íslenska gámafélagsins um að fá afhent gögn vegna útboðs um sorphirðu í Ölfusi í lok árs 2013 var hafnað í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi.

Áform um þjóðarmorð ekki sönnuð

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur hafnað gagnkvæmum ásökunum Króata og Serba um þjóðarmorð árið 1991. Þó hafi sambærilegir glæpir verið framdir.

Föst heima og fær ekki meiri aðstoð

Fjölfötluð kona fótbrotnaði illa og er föst heima þar sem enga aukaaðstoð er að fá. Móðir hennar segir vanta úrræði í kerfinu bregði eitthvað út af en hún þarf að vera með henni heima allan daginn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir.

Óvissa um afdrif náttúrupassans

Þingmenn tókust á um það í hvaða nefnd ætti að vísa frumvarpi um náttúrupassa. Óvissa ríkir um afdrif þess og er andstaða við það í öllum flokkum. Mögulegt er að málið liggi í nefnd fram á haust. Ráðherra er opinn fyrir breytingum.

Lögbrot við skipun nefndar

Starfshópur innanríkisráðherra um hvernig jafna megi stöðu foreldra með sameiginlega forsjá barna er skipaður fjórum konum og einum karli. Klárt lögbrot, segir jafnréttisstýra sem ætlar að krefja ráðuneytið skýringa.

Sagðist saklaus og fékk brjóstverk

Suge Knight, fyrrverandi útgefandi rapptónlistar í Bandaríkjunum, lýsti sig saklausan af ákæru um morð og morðtilraun þegar mál á hendur honum var tekið fyrir í Kaliforníu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir