Eyðimerkurgöngu ásatrúarmanna að ljúka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2015 07:15 "Margir sáu sjálfsagt fyrir sér að farið yrði í einhverja víkingaleikmynd. Ég er mjög ánægður með að það var meiri áhugi á að fara í áttina að tímaleysi náttúrunnar,“ segir arkitektinn Magnús Jensson um hugmyndafræðina að baki hofinu. Myndir/Magnús Jensson „Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíðinni skammt austan við veitingastaðinn Nauthól.Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.Fréttablaðið/VilhelmHilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um áratug. Hilmar segir að nú verði hafist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reitinn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir byggingarsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíðinni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann.Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík.Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoðinn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ásatrúarfélaginu síðustu árin. Tæplega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfnuðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“Salurinn tekur 250 manns í sæti.Hofið verður helgidómur ásatrúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúðkaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægðir með staðsetningu hofsins í Fossvogi. „Við höfum verið með helgihald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslagið en ekki á móti því,“ segir allsherjargoðinn. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Þetta hefur verið mikil eyðimerkurganga,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði um langa bið Ásatrúarfélagsins eftir að fá að reisa hof sem senn mun verða að veruleika. Hofið verður undir Öskjuhlíðinni skammt austan við veitingastaðinn Nauthól.Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.Fréttablaðið/VilhelmHilmar segir ásatrúarmenn ekki ætla að steypa sér í skuldir og að byggt verði í tveimur áföngum; fyrst rísi hofið sjálft ásamt tengibyggingu yfir í safnaðarheimili sem þeir sjái fyrir sér að byggja eftir um áratug. Hilmar segir að nú verði hafist handa við að flytja til gróður á lóðinni. „Við tökum það sem er lífvænlegt og færum það í reitinn okkar uppi í Heiðmörk. Síðan byrjum við að fleyga okkur ofan í klöppina,“ segir hann. Að sögn Hilmars teygir byggingarsagan sig aftur til ársins 2003. Fyrst var Ásatrúarfélaginu ætluð lóð í svokallaðri Leynimýri, í hlíðinni sunnan undir Perlunni. „Við vorum færð þaðan því við vorum í aðflugslínu,“ útskýrir hann.Hér má sjá staðsetningu hofsins við göngustíginn rétt austan við Háskólann í Reykjavík.Aðspurður segir Hilmar nú flest formsatriði varðandi hofið í höfn. „Þetta er allt að smella. Ég býst við að hofið verði tilbúið haustið 2016,“ segir allsherjargoðinn sem reiknar með að þá verði flutt úr núverandi félagsheimili Ásatrúarfélagins í Síðumúla. Mikil fjölgun hefur verið í Ásatrúarfélaginu síðustu árin. Tæplega 2.400 manns eru nú skráðir í félagið sem taldi 280 liðsmenn árið 1998. „Stærsta breytingin varð árið 2000 og síðan hefur þetta verið upp á við,“ segir Hilmar, sem kveðst ekki eiga von á öðru en að sú þróun haldi áfram þegar söfnuðurinn hefur loks byggt hofið. „Það mun að minnsta ekki draga úr fjölguninni.“Salurinn tekur 250 manns í sæti.Hofið verður helgidómur ásatrúarmanna. „Þar fara fram allar athafnir á vegum félagsins fyrir þá sem þess óska,“ segir Hilmar. Mikil fjölgun hafi verið á brúðkaupum að vetrarlagi og hofið geri félagið óháðara árstímum. „Svo getum við kannski opnað fyrir gestum og gangandi meira en verið hefur.“ Ásatrúarmenn eru afar ánægðir með staðsetningu hofsins í Fossvogi. „Við höfum verið með helgihald á þessum stað og fólk er orðið mjög vant honum og við erum feikilega stolt af þessu svæði sem við berum mikla virðingu fyrir. Við erum að byggja inn í landslagið en ekki á móti því,“ segir allsherjargoðinn.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira