Innlent

Persónuvernd með yfir 2.000 mál til meðferðar á liðnu ári

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
613 mál sem komu til Persónuverndar á liðnu ári voru tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
613 mál sem komu til Persónuverndar á liðnu ári voru tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Vísir/Getty
Alls komu 1.778 ný mál inn á borð Persónuverndar á árinu 2014 og er það 8,5% aukning á milli ára. Í frétt á vef Persónuverndar kemur fram að á seinasta ári hafi auk þess verið til afgreiðslu 230 óagfreidd mál frá árinu 2013.

 

Stofnunin hafði því alls 2.008 mál til meðferðar á liðnu ári og höfuð 1.801 mál verið afgreidd í lok ársins.

Málafjöldi hjá persónuvernd hefur aukist ár frá ári en af þeim 1.778 málum sem rötuðu þangað á seinasta ári voru 613 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×