Föst heima og fær ekki meiri aðstoð viktoría hermannsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 07:00 Meðan Hrafnhildur er fótbrotin komast þær mæðgur lítið sem ekkert út yfir daginn. Fréttablaðið/GVA „Það vantar úrræði ef eitthvað bregður út af. Þannig að hún geti haldið sinni rútínu,“ segir Arndís Einarsdóttir, móðir Hrafnhildar Sigurvinsdóttur. Hrafnhildur sem er 22 ára gömul er hreyfihömluð með töluverða þroskahömlun, mikla hvatvísi og mjög skert sársaukaskyn. Á föstudaginn í síðustu viku datt hún á heimili sínu og fótbrotnaði illa. Þar sem Hrafnhildur er með viðkvæm bein og brotnar auðveldlega þarf að passa sérstaklega vel upp á hana og eftir fótbrotið má hún ekki stíga í fótinn í sex vikur. Hrafnhildur fer í dagvistun á hverjum degi þar sem hún er frá klukkan hálf níu á morgnana til fjögur á daginn auk þess sem hún er í skammtímavistun á Holtavegi aðra hverja viku. Vegna fótbrotsins kemst hún ekki í dagvistunina þar sem starfsmenn geta ekki tryggt öryggi hennar vegna manneklu. „Hún getur ekkert gert sjálf, það þarf að hjálpa henni með allt af því hún má ekki stíga í fótinn,“ segir Arndís móðir hennar þegar blaðamann ber að garði á heimili þeirra. Fjölskyldan býr í kjallaraíbúð þar sem eru tröppur og því erfitt að koma Hrafnhildi í hjólastólnum upp og niður tröppurnar. Þær mæðgur þurfa því að vera meira og minna heima allan sólarhringinn og fá enga auka aðstoð vegna aðstæðnanna. „Það myndi til dæmis hjálpa mikið ef það kæmi einhver hér á morgnana og hjálpaði mér með hana fram úr þar sem maðurinn minn fer snemma í vinnuna,“ segir hún. Móðir Hrafnhildar þarf að lyfta henni í hjólastólinn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir yfir daginn. Það þarf talsvert átak við að koma Hrafnhildi í stólinn því hún er með lága vöðvaspennu. Hrafnhildur virðist ekki kippa sér mikið upp við ástandið og situr skælbrosandi uppi í sófa með fótinn upp í loft og dregur fram spilabunka þegar blaðamaður heilsar henni. Hjólastóllinn hennar er við hliðina á sófanum og þar situr kötturinn Lilla og heldur henni félagsskap. Arndís hafði samband við félagsþjónustuna þegar Hrafnhildur brotnaði en fékk þau svör að það yrði skoðað hvort væri hægt að finna einhver úrræði og var boðin hjálp við heimilisþrif en það er ekki það sem hún þarf á að halda. „Þannig að við erum bara fastar hér.“ Hrafnhildur er sem áður segir með viðkvæm bein og hefur brotnað oft áður. Móðir hennar hætti að vinna fyrir fjórum árum þar sem það reyndist erfitt að samræma umönnun Hrafnhildar og vinnu. „Ef það er ekki frí, ekki starfsdagur og hún er algjörlega hress þá rúllar þetta en það eru ekki margar vikur á ári,“ segir Arndís. „Það var alltaf eitthvað að koma upp á og þá þurfti ég að rjúka úr vinnu. Síðan þegar hún var í framhaldsskóla þá voru fríin svo löng og erfitt að dekka þau. Það eru fáir sem vilja hafa fólk í vinnu sem þarf alltaf að vera fara frá,“ segir hún og tekur fram að hún viti að þetta sé eins hjá foreldrum margra annarra fatlaðra barna sem hafi þurft að hætta að vinna. Hrafnhildur hefur lengi beðið eftir búsetuúrræði en ekki fengið. „Hún var efst á lista sumarið 2013 en fékk ekki úthlutað og það hefur ekkert gerst síðan þá. Hrafnhildur er búin að vera í skammtímavistun aðra hverja viku í níu ár. Það hentar henni ekki lengur þar sem hún er orðin fullorðin kona og þarf sitt eigið heimili og rútínu sem er eins viku frá viku.“ Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira
„Það vantar úrræði ef eitthvað bregður út af. Þannig að hún geti haldið sinni rútínu,“ segir Arndís Einarsdóttir, móðir Hrafnhildar Sigurvinsdóttur. Hrafnhildur sem er 22 ára gömul er hreyfihömluð með töluverða þroskahömlun, mikla hvatvísi og mjög skert sársaukaskyn. Á föstudaginn í síðustu viku datt hún á heimili sínu og fótbrotnaði illa. Þar sem Hrafnhildur er með viðkvæm bein og brotnar auðveldlega þarf að passa sérstaklega vel upp á hana og eftir fótbrotið má hún ekki stíga í fótinn í sex vikur. Hrafnhildur fer í dagvistun á hverjum degi þar sem hún er frá klukkan hálf níu á morgnana til fjögur á daginn auk þess sem hún er í skammtímavistun á Holtavegi aðra hverja viku. Vegna fótbrotsins kemst hún ekki í dagvistunina þar sem starfsmenn geta ekki tryggt öryggi hennar vegna manneklu. „Hún getur ekkert gert sjálf, það þarf að hjálpa henni með allt af því hún má ekki stíga í fótinn,“ segir Arndís móðir hennar þegar blaðamann ber að garði á heimili þeirra. Fjölskyldan býr í kjallaraíbúð þar sem eru tröppur og því erfitt að koma Hrafnhildi í hjólastólnum upp og niður tröppurnar. Þær mæðgur þurfa því að vera meira og minna heima allan sólarhringinn og fá enga auka aðstoð vegna aðstæðnanna. „Það myndi til dæmis hjálpa mikið ef það kæmi einhver hér á morgnana og hjálpaði mér með hana fram úr þar sem maðurinn minn fer snemma í vinnuna,“ segir hún. Móðir Hrafnhildar þarf að lyfta henni í hjólastólinn og hjálpa henni við allar daglegar athafnir yfir daginn. Það þarf talsvert átak við að koma Hrafnhildi í stólinn því hún er með lága vöðvaspennu. Hrafnhildur virðist ekki kippa sér mikið upp við ástandið og situr skælbrosandi uppi í sófa með fótinn upp í loft og dregur fram spilabunka þegar blaðamaður heilsar henni. Hjólastóllinn hennar er við hliðina á sófanum og þar situr kötturinn Lilla og heldur henni félagsskap. Arndís hafði samband við félagsþjónustuna þegar Hrafnhildur brotnaði en fékk þau svör að það yrði skoðað hvort væri hægt að finna einhver úrræði og var boðin hjálp við heimilisþrif en það er ekki það sem hún þarf á að halda. „Þannig að við erum bara fastar hér.“ Hrafnhildur er sem áður segir með viðkvæm bein og hefur brotnað oft áður. Móðir hennar hætti að vinna fyrir fjórum árum þar sem það reyndist erfitt að samræma umönnun Hrafnhildar og vinnu. „Ef það er ekki frí, ekki starfsdagur og hún er algjörlega hress þá rúllar þetta en það eru ekki margar vikur á ári,“ segir Arndís. „Það var alltaf eitthvað að koma upp á og þá þurfti ég að rjúka úr vinnu. Síðan þegar hún var í framhaldsskóla þá voru fríin svo löng og erfitt að dekka þau. Það eru fáir sem vilja hafa fólk í vinnu sem þarf alltaf að vera fara frá,“ segir hún og tekur fram að hún viti að þetta sé eins hjá foreldrum margra annarra fatlaðra barna sem hafi þurft að hætta að vinna. Hrafnhildur hefur lengi beðið eftir búsetuúrræði en ekki fengið. „Hún var efst á lista sumarið 2013 en fékk ekki úthlutað og það hefur ekkert gerst síðan þá. Hrafnhildur er búin að vera í skammtímavistun aðra hverja viku í níu ár. Það hentar henni ekki lengur þar sem hún er orðin fullorðin kona og þarf sitt eigið heimili og rútínu sem er eins viku frá viku.“
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Sjá meira