Innlent

Vaka fagnar 80 ára afmæli sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Stjórn Vöku 2014-2015.
Stjórn Vöku 2014-2015.
Vökuliðar munu í dag afhenda Illuga, Gunnarssyni, 80 kröfur um betri háskóla og háskólasamfélag í tilefni 80 ára afmælis Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Kröfubréfið, sem sjá má hér að neðan, er einnig stílað á Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands.

Í tilkynningu frá Vöku segir að kröfurnar snúi allar að hagsmunabaráttu stúdenta, en að þær séu margar og mismunandi.

Kosningar til Stúdentaráðs hófust í morgun og Jón Birgir Eiríksson, formaður Vöku, segir að þrátt fyrir að Vaka hafi verið í meirihluta í fimm ár, sé alltaf erfitt að koma málefnum félagsins á framfæri.

„Þetta er alltaf jafn mikið ströggl á hverju ári. Það er margt fólk í háskólanum,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Okkur líst þó ágætlega á þetta, sem endranær.“

Kröfur Vöku til menntamálaráðherra snúa meðal annars að því að tekið verði upp beint styrkjakerfi hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna, að aldrei verði komið á skólagjöldum við háskólann og að gripið verði til sértækra aðgerða fyrir stúdenta sem fái ekki inn á stúdentagörðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×