Innlent

Japanskur blaðamaður spyr Hæstarétt um álfa

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla Stefánsdóttir sjáandi ásamt SÁÁ álfinum.
Erla Stefánsdóttir sjáandi ásamt SÁÁ álfinum. Vísir/HAG
862 mál voru tekin fyrir í Hæstarétti á liðnu ári en þau hafa aldrei verið fleiri. 560 voru einkamál og 302 sakamál. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu Hæstaréttar.

Skráðum málum fjölgaði um 36 á milli ára. Kærum í einkamálum fjölgar verulega eða um 96 á milli ára sem svarar til 33% fleiri en meðaltal áranna sex á undan.

Alls var meðferð 760 mála lokið á árinu og eru dómar fjórum færri en árið 2013 en á sama tíma 74 fleiri, sem svarar til 10 prósenta aukningar, en meðaltal áranna 2008-2013.

Hæstiréttur staðfesti 105 af 194 dómum í einkamálum og 44 af 87 í sakamálum eða rétt tæplega helmingi málanna.

2113 gestir mættu í Hæstarétt árið 2014 til þess að hlusta á málflutning, vera viðstaddir dómsuppsögu, til að skoða húsnæði eða í skipulögðum vettvangsferðum.

Þá kemur fram í ársskýrslunni að Hæstarétti berist árlega fjölmargar og ólíkar fyrirspurnir. Fyrirspurn ársins hafi verið frá japönskum blaðamanni staðsettum í London og var hún sú hvort Hæstiréttur Íslands hefði kveðið upp dóm þar sem tilvist álfa væri staðfest.

Árskýrsluna í heild sinni má nálgast hér að neðan.


Tengdar fréttir

Heimsótti álfa í Central Park

Álfar og huldufólk eru fyrirtaks ferðafélagar og það er ódýrt að ferðast með þeim milli landa. Þetta segir Ragnhildur Jónsdóttir sem á dögunum fór til Bandaríkjanna til að aðstoða við að koma á tengslum milli álfa og manna í Central Park í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×